Paul Jones
En Paul lagði sitt sannarlega af mörkum til að Liverpool kæmist í Meistaradeildina. Beint og óbeint. Hann lék aðeins tvo leiki með Liverpool í janúar þegar hann var sem lánsmaður frá Southampton. Í fyrri leiknum stuðlaði hann að þremur stigum með því að halda hreinu þegar Liverpool vann Aston Villa 1:0 á Anfield Road. Seinni leikur hans tapaðist en undir lok leiktíðarinnar rétti Paul uppáhaldsliðinu sínu hjálparhönd. Þá var hann kominn í markið hjá Úlfunum en þangað fór hann þegar láni hans hjá Liverpool lauk.
Úlfarnir voru að leika gegn Newcastle á St James Park í næst síðustu umferð deildarinnar. Skjórarnir voru í harðri baráttu við Liverpool um fjórða sæti deildarinnar og sóttu linnulaust að marki Wolves. Staðan var 1:1 og það var mest Paul að þakka að Newcastle var ekki komið mörgum mörkum yfir. Stuttu fyrir leikslok kórónaði landsliðsmarkvörður Wales svo stórleik sinn með því að verja vítaspyrnu frá Alan Shearer á meistaralegan hátt! Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Paul var ánægður, eftir leikinn, með að hafa hjálpað uppáhaldsliðinu sínu. "Ég vona sannarlega að þetta þýði að Liverpool komist núna í Meistaradeildina." Það þarf ekki að efast um hollustu þessa manns! Sumir færðu rök fyrir því að Paul hafi unnið fimm stig fyrir Liverpool á leiktíðinni. Hann hélt hreinu í fyrri leik sínum fyrir Liverpool þegar liðið lagði Aston Villa 1:0. Svo tók hann tvö stig af Newcastle með því að verja vítaspyrnu. Að auki náði hann ekki að verja skallann frá Sami Hyypia sem skoraði sigurmark Liverpool 1:0 gegn Úlfunum. Þar fékk Liverpool þrjú stig. Kannski eru þetta átta stig sem má skrifa á Paul Jones. Samt lék hann aðeins tvo leiki fyrir Liverpool!
Paul Jones komst strax í annála Liverpool í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Samkvæmt opinberum útreikningum var Paul 36 ára, átta mánaða og 23 daga gamall þegar hann stóð í marki Liverpool á laugardaginn. Þar með varð hann elsti leikmaðurinn frá lokum seinna stríðs til að leika sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool.
Líklega á Paul líka þátt í öðru meti. Þegar hann lék gegn Aston Villa varð hann þriðji markvörður Liverpool til að leika í marki liðsins í tveimur síðustu leikjum liðsins. Þeir Jerzy Dudek og Patrice Luzi hjálpuðust að við að halda hreinu í næsta leik á undan gegn Chelsea.
Paul Jones kom svo sannarlega við sögu hjá Liverpool á síðustu leiktíð. Hann horfir örugglega á leiki Liverpool í undankeppni Meistaradeidarinnar sem nú eru fyrir höndum. Kannski verður hann með Liverpool trefil um hálsinn þegar hann sest fyrir framan sjónvarpið! Hann horfir að minnsta kosti örugglega á leikina nema þá að Úlfarnir eigi leik.
Fæðingardagur: 18. apríl 1967.
Fæðingarstaður: Chirk í Wales.
Fyrri lið: Kidderminster, Stockport, Southampton og Wolverhampton Wanderes.
Leikir fyrir hönd Liverpool: 2.
Landsleikir: 31.
Eftirminnilegasta atvik með Liverpool: Þegar hann hélt hreinu í fyrsta leik sínum með Liverpool. Eða var það þegar hann varði vítaspyrnuna frá Alan Sherarer?!