)
TIL BAKA
Emile Heskey
Emile Heskey kom sá og sigraði gegn Derby og átti vægast sagt frábæran leik. Það var skondið að Gerard Houllier sagði í viðtali á SKY eftir leik að hann hafði fullvissað Heskey um í hálfleik að hann myndi skora þrennu "og það gerði hann.", bætti Houllier við sposkur. Heskey var í sjöunda himni að leik loknum vitanlega: "Þetta var fyrsta þrenna mín í úrvalsdeildinni og þetta er þýðingarmikill áfangi fyrir mig. Ég vil bara skora mörk. Ég reyni að hundsa þá sem gagnrýna mig. Ég hef leikið vel að undanförnu en hafði ekki skorað í sjö leikjum í röð.... Uppáhaldsmarkið mitt var annað markið. Ég snéri mér bara við og negldi, boltinn hefði getað lent lengst upp í áhorfendastæðunum en það gerði hann ekki!" Houllier hrósaði honum enn frekar og benti á að Heskey ætti nóg inni: "Heskey hefur frábæra eiginleika. Hann hefur mun meiri tækni en hann heldur sjálfur."