)

Markus Babbel

Markus Babbel hefur stimplað sig allrækilega inn í miðvarðarstöðunni og leyndist engum hver var kóngurinn á Anfield í leiknum gegn Leicester. Meiðsli Stephane Henchoz urðu til þess að Babbel fékk að spreyta sig í eiginlegri stöðu sinni sem miðvörður og sá hefur blómstrað. Liverpoolbúar eru strax farnir að kalla hann þýsku týpuna af Alan Hansen og ætti engum að leiðast slíkur samanburður. En Markus Babbel er nógu stórt nafn til að standa eitt og sér enda skapað sér glæsilegt orðspor sem leikmaður Bayern Munchen til fjölda ára. Það liggur í augum uppi hvers vegna Ottmar Hitzfeld þjálfari Bayern fullyrti á sínum tíma að Babbel væri einn besti dekkari í heimi. Við getum bætt við það útsjónarsemi, glæsilegum sendingum og líkt og Hyypia en ólíkt Henchoz virðist varla svitadropi leka af honum í 90 mínútur.
TIL BAKA