)
TIL BAKA
Emile Heskey
Ég veit ekki til hvers leikmenn Olympiakos voru að reyna stöðva Emile Heskey í þessum ham sem maðurinn var. Þeir hrukku af honum eins og mýflugur og sönnuðust heldur betur orð Rio Ferdinand sem hann lét falla eftir viðureign Ítalíu og Englands um daginn: "Hann hræðir varnarmenn sérstaklega þá sem leika á meginlandinu, þeir hafa aldrei kynnst öðru eins." Eina ráðið sem sér í lagi einn varnarmanna þeirra virtist hafa var að láta olnbogann sigla í hnakkann á Heskey þegar hann stökk upp í skallaeinvígi en það var bara til þess að Emile varð enn grimmari í loftinu. Heskey var óstöðvandi og vantaði bara að setja eitt mark til að kóróna frábæran leik en í stað þess lagði hann upp fyrra mark Liverpool með glæsilegum skalla beint á Nick "litla Barmby" sem náði ekki einu sinni dómaranum upp í handarkrika. Emile leiddi liðið og sýndi afburðabaráttu og eru varnarmenn Olympiakos ábyggilega nötrandi í takkaskónum við tilhugsunina um að eiga eftir að mæta tröllinu á heimavelli.