)
TIL BAKA
Dirk Kuyt
Núna fyrr í mánuðinum skoraði Dirk Kuyt 50. mark sitt fyrir Liverpool. Víst er Hollendingurinn umdeildur meðal stuðningsmanna Liverpool. Mörgum finnst hann ekki nógu góður en það er ekki hægt að líta framhjá dugnaði hans og ósérhlífni.
Líklega eru það þeir kostir hans sem valda því að hann er fastamaður hjá Rafael Benítez. Leikurinn gegn Everton var bara venjulegur leikur fyrir Dirk. Það er að segja hann barðist eins og ljón, lagði sig allan fram fyrir liðið sitt og í kaupbæti skoraði hann mark. Í fimmtugasta sinn lá boltinn í markinu, eftir að Dirk hafði skilað honum þangað, frá því hann kom til Liverpool. Fjögur þeirra hafa komið gegn Everton og þar af tvö sem hafa tryggt sigra!
Dirk Kuyt var vanur að raða inn mörkum í Hollandi og með Feyenoord skoraði hann 83 mörk í 122 leikjum. Það var því búist við mörgum mörkum frá honum eftir að hann kom til Liverpool í upphafi leiktíðarinnar 2006/07. Mörkin létu þó bíða svolítið eftir sér og urðu svo ekki eins mörg og vonast hafði verið til. Þetta olli því að Dirk var mjög gagnrýndur og hluti stuðningsmanna Liverpool snerist gegn honum. Rafael tók það ráð, eftir að Fernando Torres kom, að færa Dirk út á hægri kant og þar hefur Hollendingurinn fest sig í sessi og skilað frábæru starfi. Hann er vissulega ekki útherji á þann hátt að hann leiki á varnarmenn með hraða og tækni og dæli sendingum fyrir markið. En hann hefur skilað þessari stöðu á annan og árangursríkan hátt fyrir liðið.
Dirk hefur alls ekki gleymt því hvernig á að skora og að auki hefur hann lagt upp töluvert af mörkum. Það sem af er árinu hefur Dirk skorað fjögur mörk fyrir Liverpool og hafa aðrir ekki gert betur. Rafael Benítez kann vel að meta framlag Hollendingsins. Hann hafði þetta að segja eftir 50. markið sem Dirk skoraði. "Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað Kuyt gerir fyrir okkur. Hann er góður leikmaður sem stendur sig frábærlega í hverjum einasta leik með því að leggja virkilega hart að sér fyrir liðið. Félagar hans í liðinu vita hversu góður hann er og það sama gildir um stuðningsmennina. Það er vel af sér vikið að skora fimmtíu mörk og ekki síst í Úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði leikið á hægri og vinstri kanti, í sókninni og líka fyrir aftan fremsta mann. Hann er mjög mikilvægur leikmaður."
Fyrir þá sem undrast trygglyndi Rafael Benítez gagnvart Dirk Kuyt þá má benda á að hann hefur lengi verið fastamaður í hollenska landsliðinu. Það segir sitt því í Hollandi er mikið mannval og enginn hægðarleikur að komast í landsliðið. Næsta víst er að Dirk verður í landsliðhópnum sem fer til Suður Afríku núna í sumar.
Dirk Kuyt er mjög jarðbundinn og ekkert nema gæðin. Hann er alinn upp í litlum fiskibæ í Hollandi þar sem menn þurftu að hafa fyrir hlutunum. Honum sjálfum finnst að hann hafi verið lánsamur að hafa náð að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Því náði hann með því að leggja hart að sér eins og fiskimennirnir sem hann ólst upp í kringum. Hann hefur líka langt því frá gleymt uppruna sínum. Það segir sitt um Dirk að hann og fjölskylda hans hafa unnið mikið að góðgerðarmálum. Það er því ekki einungis innan vallar sem þessi ólseigi Hollendingur vill láta gott af sér leiða.
Sf. Gutt.
Líklega eru það þeir kostir hans sem valda því að hann er fastamaður hjá Rafael Benítez. Leikurinn gegn Everton var bara venjulegur leikur fyrir Dirk. Það er að segja hann barðist eins og ljón, lagði sig allan fram fyrir liðið sitt og í kaupbæti skoraði hann mark. Í fimmtugasta sinn lá boltinn í markinu, eftir að Dirk hafði skilað honum þangað, frá því hann kom til Liverpool. Fjögur þeirra hafa komið gegn Everton og þar af tvö sem hafa tryggt sigra!
Dirk Kuyt var vanur að raða inn mörkum í Hollandi og með Feyenoord skoraði hann 83 mörk í 122 leikjum. Það var því búist við mörgum mörkum frá honum eftir að hann kom til Liverpool í upphafi leiktíðarinnar 2006/07. Mörkin létu þó bíða svolítið eftir sér og urðu svo ekki eins mörg og vonast hafði verið til. Þetta olli því að Dirk var mjög gagnrýndur og hluti stuðningsmanna Liverpool snerist gegn honum. Rafael tók það ráð, eftir að Fernando Torres kom, að færa Dirk út á hægri kant og þar hefur Hollendingurinn fest sig í sessi og skilað frábæru starfi. Hann er vissulega ekki útherji á þann hátt að hann leiki á varnarmenn með hraða og tækni og dæli sendingum fyrir markið. En hann hefur skilað þessari stöðu á annan og árangursríkan hátt fyrir liðið.
Dirk hefur alls ekki gleymt því hvernig á að skora og að auki hefur hann lagt upp töluvert af mörkum. Það sem af er árinu hefur Dirk skorað fjögur mörk fyrir Liverpool og hafa aðrir ekki gert betur. Rafael Benítez kann vel að meta framlag Hollendingsins. Hann hafði þetta að segja eftir 50. markið sem Dirk skoraði. "Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað Kuyt gerir fyrir okkur. Hann er góður leikmaður sem stendur sig frábærlega í hverjum einasta leik með því að leggja virkilega hart að sér fyrir liðið. Félagar hans í liðinu vita hversu góður hann er og það sama gildir um stuðningsmennina. Það er vel af sér vikið að skora fimmtíu mörk og ekki síst í Úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði leikið á hægri og vinstri kanti, í sókninni og líka fyrir aftan fremsta mann. Hann er mjög mikilvægur leikmaður."
Fyrir þá sem undrast trygglyndi Rafael Benítez gagnvart Dirk Kuyt þá má benda á að hann hefur lengi verið fastamaður í hollenska landsliðinu. Það segir sitt því í Hollandi er mikið mannval og enginn hægðarleikur að komast í landsliðið. Næsta víst er að Dirk verður í landsliðhópnum sem fer til Suður Afríku núna í sumar.
Dirk Kuyt er mjög jarðbundinn og ekkert nema gæðin. Hann er alinn upp í litlum fiskibæ í Hollandi þar sem menn þurftu að hafa fyrir hlutunum. Honum sjálfum finnst að hann hafi verið lánsamur að hafa náð að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Því náði hann með því að leggja hart að sér eins og fiskimennirnir sem hann ólst upp í kringum. Hann hefur líka langt því frá gleymt uppruna sínum. Það segir sitt um Dirk að hann og fjölskylda hans hafa unnið mikið að góðgerðarmálum. Það er því ekki einungis innan vallar sem þessi ólseigi Hollendingur vill láta gott af sér leiða.
Sf. Gutt.