)
Á undanförnum árum hafa lesendur Liverpool.is valið Mann ársins í vefkosningu. Dómur lesenda kvað á um að Philippe Coutinho væri Maður ársins 2015 hjá Liverpool.
Philippe Coutinho hafði verið magnaður á undirbúningstímabilinu sumarið 2014 en þegar leiktíðin 2014/15 hófst gekk hvorki né rak hjá honum og reyndar má það sama segja um flesta félaga hans. Liverpool spilaði ekki vel og líklega hafði það sitt að segja að Philippe var langt frá sínu besta. Sem dæmi má nefna að hann var aðeins búinn að skora tvö mörk um áramót.
En með nýju ári fór að ganga betur og það hélst í hönd við að liðið fór að rétta úr kútnum. Philippe var mjög góður í báðum undanúrslitaleikjunum í Deildarbikarnum á móti Chelsea þar sem Liverpool féll naumlega úr leik. Í byrjun febrúar var svo tilkynnt að Philippe hefði gert nýjan samning við Liverpool sem gilti til næstu ára. ,,Þetta er svo þýðingamikið. Félagið hefur gefið mér tækifæri til að spila og hafði trú á mér þó svo að ég væri lítið að spila hjá Inter Milan. Móttökurnar hafa verið frábærar frá mínum fyrsta degi hér. Ég segi það oft að Liverpool er stór fjölskylda og ég er ánægður með að vera hluti af henni." Stuðningsmenn Liverpool voru að sjálfsögðu ánægðir með þessar fréttir enda Töframaðurinn, eins og þeir kalla hann, talinn lykilmaður þegar horft er til næstu ára.
Gengi Liverpool í FA bikarnum var gott og Philippe átti stóran þátt í því. Markmiðið var að komast í úrslit og vinna FA bikarinn á afmælisdegi Steven Gerrard. Fyrirliðinn, sem myndi enda feril sinn hjá Liverpool á Wembley ef liðið kæmist í úrslit, skoraði einmitt bæði mörkin þegar Liverpool vann Wimbledon 1:2 og komst þar með yfir fyrstu hindrunina í keppninni. Daginn eftir að Philippe skrifaði undir nýja samninginn skoraði hann sigurmark Liverpool í 1:2 sigri í Bolton en liðin höfðu skilið jöfn án marka á Anfield. Mark Brasilíumannsins var stórglæsilegt og kom í viðbótartíma.
Eftir 1:2 sigur á Crystal Palace í London mætti Liverpool Blackburn í aukaleik á Ewood Park eftir að liðin skildu án marka í Liverpool. Philippe kom Liverpool áfum með góðu marki og nú biðu undanúrslit á Wembley. Brasilíumaðurinn kom Liverpool yfir í undanúrslitunum en Aston Villa sneri blaðinu við og vann 2:1. Þessi úrslit voru mikil vonbrigði og eftir þetta var allur vindur úr liðinu.
Á meðan vel gekk framan af árinu fór Philippe á kostum og framganga hans fékk viðurkenningu að hann var tilnefndur í báðum kjörum Leikmannasamtaka knattspyrnumanna. Bæði sem besti leikmaðurinn og sá efnilegasti. Hann vann hvorugt kjörið en var valinn í Lið ársins sem var mikil viðurkenning. Hann sópaði líka að sér verðlaunum á uppskeruhátíð Liverpool F.C. en hann vann í fjórum flokkum. Besti leikmaðurinn, Besti leikmaðurinn valinn af leikmönnum sjálfum, fyrir framgöngu ársins og mark ársins. Býsna mögnuð uppskera. Þess má geta að Philippe var kjörinn besti leikmaður Liverpool á Liverpool.is frá desember og fram í ágúst. Sá besti sjö mánuði í röð! Slíkt hefur aldrei átt sér stað fyrr eða síðar í vali Liverpool.is.
Philippe hóf leiktíðina 2015/16 með því að skora magnað sigurmark í Stoke. Eftir fyrstu þrjá leikina fór að halla undan fæti hjá honum eins og öðrum í liðinu. Brendan Rodgers, sem hafði keypt Philippe, missti starf sitt og Jürgen Klopp tók við. Philippe náði sér loksins í gang með tveimur góðum mörkum í 1:3 sigri á Englandsmeisturum Chelsea á Stamford Bridge. Hann fór svo á kostum þegar Liverpool vann City 1:4 í Manchester.
Jürgen hafði greinilega trú á Brasilíumanninum og valdi hann jafnan í liðið þegar hann var heill. Philippe lék reyndar ekki jafn vel og hann hafði gert best fyrr á árinu.
Það er ekki vafi á því að Philippe Coutinho er frábær knattspyrnumaður. Hann var magnaður á árinu 2015 þó svo hann hafi misst flugið síðustu mánuði ársins. Vonandi nær Philippe að halda áfram að eflast sem leikmaður. Tækni hans er ótvíræð og auga fyrir samleik og að leggja upp færi einstakt. En hann hefur enn ekki náð, eins og margir telja að hann geti, því sem þarf til að komast í allra fremstu röð. Líklega vantar aðeins upp á stöðugleika og eins þarf að klára marktækifæri sín betur. En Brasilíumaðurinn hefur margt til að bera og hann á eftir að verða enn betri. Vonandi á hann eftir að taka út fullan þroska hjá Liverpool!
Sf. Gutt.
Hér eru niðurstöður í kjöri á Manni ársins fyrir árið 2015.
Philippe Coutinho 37%
Jürgen Klopp 30%
Steven Gerrard 20%
Jordan Henderson 8%
Einhver annar en þeir sem hér eru fyrrnefndir. 3%
Heildarfjöldi greiddra atkvæða í kjörinu var: 238.
Fyrrum menn árins hjá Liverpool.is.
Maður árins hjá Liverpool 2014 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2013 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2012 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2011 - Kenny Dalglish.
Maður ársins hjá Liverpool 2010 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2009 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2008 - Fernando Torres.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2007 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2006 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2005 - Rafael Benítez.
TIL BAKA
Philippe Coutinho
Á undanförnum árum hafa lesendur Liverpool.is valið Mann ársins í vefkosningu. Dómur lesenda kvað á um að Philippe Coutinho væri Maður ársins 2015 hjá Liverpool.
Philippe Coutinho hafði verið magnaður á undirbúningstímabilinu sumarið 2014 en þegar leiktíðin 2014/15 hófst gekk hvorki né rak hjá honum og reyndar má það sama segja um flesta félaga hans. Liverpool spilaði ekki vel og líklega hafði það sitt að segja að Philippe var langt frá sínu besta. Sem dæmi má nefna að hann var aðeins búinn að skora tvö mörk um áramót.
En með nýju ári fór að ganga betur og það hélst í hönd við að liðið fór að rétta úr kútnum. Philippe var mjög góður í báðum undanúrslitaleikjunum í Deildarbikarnum á móti Chelsea þar sem Liverpool féll naumlega úr leik. Í byrjun febrúar var svo tilkynnt að Philippe hefði gert nýjan samning við Liverpool sem gilti til næstu ára. ,,Þetta er svo þýðingamikið. Félagið hefur gefið mér tækifæri til að spila og hafði trú á mér þó svo að ég væri lítið að spila hjá Inter Milan. Móttökurnar hafa verið frábærar frá mínum fyrsta degi hér. Ég segi það oft að Liverpool er stór fjölskylda og ég er ánægður með að vera hluti af henni." Stuðningsmenn Liverpool voru að sjálfsögðu ánægðir með þessar fréttir enda Töframaðurinn, eins og þeir kalla hann, talinn lykilmaður þegar horft er til næstu ára.
Gengi Liverpool í FA bikarnum var gott og Philippe átti stóran þátt í því. Markmiðið var að komast í úrslit og vinna FA bikarinn á afmælisdegi Steven Gerrard. Fyrirliðinn, sem myndi enda feril sinn hjá Liverpool á Wembley ef liðið kæmist í úrslit, skoraði einmitt bæði mörkin þegar Liverpool vann Wimbledon 1:2 og komst þar með yfir fyrstu hindrunina í keppninni. Daginn eftir að Philippe skrifaði undir nýja samninginn skoraði hann sigurmark Liverpool í 1:2 sigri í Bolton en liðin höfðu skilið jöfn án marka á Anfield. Mark Brasilíumannsins var stórglæsilegt og kom í viðbótartíma.
Á meðan vel gekk framan af árinu fór Philippe á kostum og framganga hans fékk viðurkenningu að hann var tilnefndur í báðum kjörum Leikmannasamtaka knattspyrnumanna. Bæði sem besti leikmaðurinn og sá efnilegasti. Hann vann hvorugt kjörið en var valinn í Lið ársins sem var mikil viðurkenning. Hann sópaði líka að sér verðlaunum á uppskeruhátíð Liverpool F.C. en hann vann í fjórum flokkum. Besti leikmaðurinn, Besti leikmaðurinn valinn af leikmönnum sjálfum, fyrir framgöngu ársins og mark ársins. Býsna mögnuð uppskera. Þess má geta að Philippe var kjörinn besti leikmaður Liverpool á Liverpool.is frá desember og fram í ágúst. Sá besti sjö mánuði í röð! Slíkt hefur aldrei átt sér stað fyrr eða síðar í vali Liverpool.is.
Philippe hóf leiktíðina 2015/16 með því að skora magnað sigurmark í Stoke. Eftir fyrstu þrjá leikina fór að halla undan fæti hjá honum eins og öðrum í liðinu. Brendan Rodgers, sem hafði keypt Philippe, missti starf sitt og Jürgen Klopp tók við. Philippe náði sér loksins í gang með tveimur góðum mörkum í 1:3 sigri á Englandsmeisturum Chelsea á Stamford Bridge. Hann fór svo á kostum þegar Liverpool vann City 1:4 í Manchester.
Jürgen hafði greinilega trú á Brasilíumanninum og valdi hann jafnan í liðið þegar hann var heill. Philippe lék reyndar ekki jafn vel og hann hafði gert best fyrr á árinu.
Það er ekki vafi á því að Philippe Coutinho er frábær knattspyrnumaður. Hann var magnaður á árinu 2015 þó svo hann hafi misst flugið síðustu mánuði ársins. Vonandi nær Philippe að halda áfram að eflast sem leikmaður. Tækni hans er ótvíræð og auga fyrir samleik og að leggja upp færi einstakt. En hann hefur enn ekki náð, eins og margir telja að hann geti, því sem þarf til að komast í allra fremstu röð. Líklega vantar aðeins upp á stöðugleika og eins þarf að klára marktækifæri sín betur. En Brasilíumaðurinn hefur margt til að bera og hann á eftir að verða enn betri. Vonandi á hann eftir að taka út fullan þroska hjá Liverpool!
Sf. Gutt.
Hér eru niðurstöður í kjöri á Manni ársins fyrir árið 2015.
Philippe Coutinho 37%
Jürgen Klopp 30%
Steven Gerrard 20%
Jordan Henderson 8%
Einhver annar en þeir sem hér eru fyrrnefndir. 3%
Heildarfjöldi greiddra atkvæða í kjörinu var: 238.
Fyrrum menn árins hjá Liverpool.is.
Maður árins hjá Liverpool 2014 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2013 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2012 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2011 - Kenny Dalglish.
Maður ársins hjá Liverpool 2010 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2009 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2008 - Fernando Torres.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2007 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2006 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2005 - Rafael Benítez.