)

Stephane Henchoz

Það er úr vöndu að ráða að velja mann vikunnar eftir þessa frábæru viku sem nú er að baki en þó hefur frammistaða eins manns, Stephane Henchoz, vakið sérstaka athygli. Hann virtist eiga í vandræðum í byrjun tímabilsins og missti sæti sitt í liðinu um tíma en kom síðan aftur sterkari en nokkru sinni fyrr og á stóran þátt í hversu vel vörnin hefur haldið í síðustu leikjum. Þegar hann missti sæti sitt sagðist hann verða ákveðinn í að bíða eftir tækifærinu til að sanna sig og nýta það síðan. Það hefur hann gert svo um munar og það sést líka á honum í leikjum að hann gefur sig alltaf 110% í hverja einustu tæklingu sem hann fer í. Það hafa leikmenn Roma og Man. City fengið að reyna síðustu daga. Henchoz og Hyypia hefur nú tekist að mynda sama eitraða miðvarðarpar og í fyrra og fátt kemst framhjá þeim eins og þeir hafa verið að leika undanfarið. Og það er fátt sem bendir til þess að það verði ekki framhald á því.
TIL BAKA