)

John Arne Riise

John Arne Riise sýndi hvað í hann var spunnið gegn nágrönnunum í Everton. Hann fékk að leika í uppáhaldsstöðunni sinni á vinstri kantinum og barðist af krafti. Hann sýndi afbragðsboltatækni sem hver Brassi gæti verið stoltur af. Riise kórónaði svo leik sinn í upphafi síðari hálfleiks með glæsilegu einstaklingsframtaki er hann plataði Steve Watson fram og aftur áður en hann setti boltann í netið undir Gerard.

Riise var þreyttur í leikslok. "Þetta var mikilvægur sigur fyrir liðið. Ég er algjörlega uppgefinn en ég hlakka til að fara heim í mat til mömmu. Ég vonast eftir að fá taco sem er uppáhaldsmaturinn minn en grunar að hún sé að brasa kótilettur. Það er draumi líkast að skora fyrsta deildarmarkið mitt fyrir Liverpool. Ég geisla af sjálfstrausti í augnablikinu. Þetta er stærsti leikur ársins í huga margra aðdáenda svo að ég get varla beðið um meira. Ég var búinn að segja öllum að ég myndi skora í þessum leik þannig að ég var feginn að geta sýnt fagnið mitt sem ég var búinn að undirbúa, að rífa treyjuna upp fyrir haus."

TIL BAKA