)

Jari Litmanen

Þrátt fyrir að einstakt töfraaugnablik þar sem snilli Jari Litmanen skein í gegn, nægði ekki til gegn Leverkusen þá útnefnum hann samt sem áður mann vikunnar.

Hann kom inná þegar 41 minúta var á klukkunni vegna meiðsla Emile Heskey og naut sín í hvívetna á Bay Arena. Undrun hefur vakið hversu vannýttur þessi reynslumikli maður hefur verið í Meistaradeildinni. Owen og félagar voru jú enn í vöggu þegar hann var liðlega tvítugur og skoraði í úrslitaleik þessarar keppni fyrir Ajax.

Þegar þörf var á að einhver leikmaður Liverpool tæki af skarið og kæmi okkur aftur inn í leikinn þá greip Jari til sinna ráða. Hann blekkti þrjá varnarmenn Leverkusen með fimlegum hreyfingum og beið færis og setti boltann síðan neðst í hornið a la Fowler í leiknum gegn Alaves. Önnur eins fagnaðarlæti hafa vart gripið um sig síðan síðastliðið vor. En því miður entist sælan ekki lengi og í staðinn fyrir að fyrirsagnir blaða og netmiðla séu allar á þessa lund: “FINNISH HERO PROVIDES THE PERFECT FINISH” þá er Rauði herinn fallinn úr keppni.

TIL BAKA