Phil Taylor

Phil Taylor skrifaði undir sem leikmaður hjá Liverpool í mars 1936 fyrir £5.000 sem var sæmilegasta upphæð fyrir 18 ára leikmann í þá daga. Ferill hans var vart kominn á flug þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Margir samherja hans voru of gamlir þegar stríðinu lauk en hann var á besta aldri, 27 ára gamall. Hann lék ekki lengur í framlínunni eins og fyrir stríð og var orðinn miðvörður. Hann vann meistaratitillinn með Liverpool 1946/47 tímabilið og var fyrirliði liðsins sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar árið 1950. Hann lék einnig þrjá landsleiki fyrir England árið 1947. 

Góðir leikmenn þurfa ekki endilega að vera góðir framkvæmdastjórar. Taylor hafði verið hjá Liverpool í rúm 20 ár sem leikmaður og þjálfari þegar hann var beðinn um að taka við Don Welsh í lok 1955-56 tímabilsins. Sumt fólk er of gott í sér til að vera framkvæmdastjórar í slíku samkeppnisumhverfi og kannski var Phil einn af því fólki? Hver sem ástæðan var þá tókst Phil ekki að koma Liverpool aftur í efstu deild.

Phil styrkti liðið með markverðinum Tommy Younger og framherjanum Johnny Wheeler, sem Taylor færði aftur á miðjuna innan árs frá komu hans. Liðið lenti í 3. sæti 2. deildar árið 1957 og í því 4. árið 1958. Það var kannski ásættanlegt hjá öðrum félögum en Tom (T.V.) Williams sem var kjörinn formaður árið 1956 var metnaðarfyllri en forverar sínir. Þó að Taylor tókst að hanga í starfi þar til 17. nóvember 1959 má líklegt telja að hræðilegt tap fyrir utandeildarliðinu Worcester City í ensku bikarkeppninni fyrr á árinu hafi verið síðasta hálmstráið.

Sorgbitinn Phi Taylor ræddi við Liverpool Daily Post eftir 23 ára vera hans hjá Liverpool var á enda runnin: "Hversu vonsviknir sem stjórnarmenn okkar eru yfir því að okkur hefur ekki tekist að vinna okkur sæti í 1. deild á ný jafnast það ekki á við hversu svekktur ég er. Ég hafði það að takmarki mínu og lagði mig allan fram. Það reyndist ekki vera nóg og nú er komið að öðrum að reyna að bæta minn árangur."

Þess má geta að sá sem tók við stjórnartaumunum eftir brottför Taylor var enginn annar en Bill Shankly.

TIL BAKA