Landsliðsfréttir
Ástralir eru nú að undirbúa sig fyrir Asíukeppni landsliða sem hefst í næsta mánuði. Harry Kewell kom við sögu í æfingaleik Ástrala við Singapúr í dag. Ástralir komust yfir þegar Mark Vikuka, sem gekk til liðs við Newcastle frá Middlesborough í sumar, skoraði snemma í síðari hálfleik. Harry Kewell kom inn sem varamaður og lét mikið að sér kveða á lokakafla leiksins. Hann skoraði þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Harry lagði svo upp mark fyrir Mark Viduka sem gulltryggði 3:0 útisigur Ástrala. Mark skoraði bæði mörk sín með skalla.
Harry Kewell segist vera í mjög góðu formi. Hann segist nú alveg laus við öll meiðsli og vera úthvíldur. Það gæti því verið að Harry sé ekki enn dauður úr öllum æðum og sé ekki búinn að segja sitt síðasta orð fyrir Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni