Emile óheppinn
Það verður ekki annað sagt en að Emile Heskey, fyrrum leikmaður Liverpool, hafi verið óheppinn um síðustu helgi. Hann ristarbrotnaði þá snemma leiks þegar Wigan Athletic og Fulham gerðu 1:1 jafntefli. Hann er svo sem ekki einn um það að verða fyrir þeim ólánsmeiðslum um þessar mundir! Reiknað er með því að Emile verði frá leik fram í október.
Meiðsli koma auðvitað alltaf á slæmum tíma en það verður að segjast alveg eins og er að Emile var einstaklega óheppinn að meiðast núna. Hann var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í langan tíma á dögunum. Emile rifjaði þá upp gamla samvinnu við Michael Owen og lék frábærlega í sókninni með honum gegn Ísraelsmönnum og Rússum. Það er talið ólíklegt að Emile verði búinn að ná sér af brotinu þegar enska landsliðið kemur næst saman í næsta mánuði. Þessi meiðsli koma því á versta tíma.
Emile Heskey leik 223 leiki með Liverpool og skoraði 60 mörk á árunum 2000 til 2004. Hann sex titla á ferli sínum með Liverpool. Hann varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2001 og 2003. Hann vann svo F.A. bikarinn, Evrópukeppni félagsliða, Góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu 2001. Emile hefur leikið með Birmingham City og Wigan Athletic eftir að hann fór frá Liverpool. Hann hefur leikið 45 landsleiki og skorað fimm mörk í þeim.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!