| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Rafael tileinkar sigurinn stuðningsmönnum liðsins
Fyrir nokkrum mínútum sigraði Liverpool erkifjendur sína í Everton með tveimur mörkum gegn einu, en það voru Liverpool menn sem að skoruðu öll þrjú. Mikil barátta var í leiknum og tókst Liverpool að knýja fram sigur í uppbótatíma þegar Dirk Kuyt skoraði annað vítaspyrnumark sitt í leiknum. Stjórinn Rafael Benítez telur að sigurinn hafi verið mjög sanngjarn af hálfu Liverpool:
"Þetta var allt saman fyrir aðdáendur okkar. Stuðningsmenn okkar eru alltaf frábærir og ég vil tileikna sigur okkar þeim. Okkur finnst að við áttum sigurinn skilinn. Báðar vítaspyrnurnar voru augljósar. Við fengum fullt af tækifærum í leiknum en tókst ekki að nýta okkur þau. Við héldum ótrauðir áfram og náðum að knýja fram sigur."
Leiðinlegt sjálfsmark Sami Hyypia kom Everton mönnum yfir í fyrri hálfleik en tvær vítaspyrnur frá Dirk Kuyt náðu að tryggja Liverpool öll þrjú stigin úr leiknum. Liverpool endaði leikinn tveimur mönnum fleiri en tveir leikmenn Everton voru reknir útaf í sitthvorri vítaspyrnunni.
Sú ákvörðun Benítez að taka fyrirliðann Steven Gerrard útaf þegar nokkuð var eftir af leiknum gæti hafa komið mönnum á óvart en í staðinn kom inná hinn ungi Lucas Leiva sem átti heldur betur stóran þátt í sigurmarki Liverpool en hann átti skot sem að hefði farið í netið en varnarmaður Everton varði boltann með hendinni og fékk í kjölfarið rautt spjald og vítaspyrnu á sig.
Benítez bætti við: "Við vorum ekki að halda boltanum nógu vel og stundum flýttum við okkur of mikið að ná loka sendingunni. Ég setti Lucas inná vegna þess að hann er mjög góður leikmaður og sendir boltann mjög vel. Í lokinn þá tókst Lucas að hjálpa okkur að skora sigurmarkið með því að eiga skotið sem að gaf okkur vítaspyrnuna."
Eftir þennan afar dýrmæta sigur þá er Liverpool vonandi komið aftur á sigurbraut. Liðið ferðast svo til Tyrklands og mætir þar Beskitas í Meistaradeild Evrópu næst komandi þriðjudag, en sá leikur skiptir Liverpool gríðarlega miklu máli í baráttunni um að komast upp úr riðli sínum í keppninni.
"Þetta var allt saman fyrir aðdáendur okkar. Stuðningsmenn okkar eru alltaf frábærir og ég vil tileikna sigur okkar þeim. Okkur finnst að við áttum sigurinn skilinn. Báðar vítaspyrnurnar voru augljósar. Við fengum fullt af tækifærum í leiknum en tókst ekki að nýta okkur þau. Við héldum ótrauðir áfram og náðum að knýja fram sigur."
Leiðinlegt sjálfsmark Sami Hyypia kom Everton mönnum yfir í fyrri hálfleik en tvær vítaspyrnur frá Dirk Kuyt náðu að tryggja Liverpool öll þrjú stigin úr leiknum. Liverpool endaði leikinn tveimur mönnum fleiri en tveir leikmenn Everton voru reknir útaf í sitthvorri vítaspyrnunni.
Sú ákvörðun Benítez að taka fyrirliðann Steven Gerrard útaf þegar nokkuð var eftir af leiknum gæti hafa komið mönnum á óvart en í staðinn kom inná hinn ungi Lucas Leiva sem átti heldur betur stóran þátt í sigurmarki Liverpool en hann átti skot sem að hefði farið í netið en varnarmaður Everton varði boltann með hendinni og fékk í kjölfarið rautt spjald og vítaspyrnu á sig.
Benítez bætti við: "Við vorum ekki að halda boltanum nógu vel og stundum flýttum við okkur of mikið að ná loka sendingunni. Ég setti Lucas inná vegna þess að hann er mjög góður leikmaður og sendir boltann mjög vel. Í lokinn þá tókst Lucas að hjálpa okkur að skora sigurmarkið með því að eiga skotið sem að gaf okkur vítaspyrnuna."
Eftir þennan afar dýrmæta sigur þá er Liverpool vonandi komið aftur á sigurbraut. Liðið ferðast svo til Tyrklands og mætir þar Beskitas í Meistaradeild Evrópu næst komandi þriðjudag, en sá leikur skiptir Liverpool gríðarlega miklu máli í baráttunni um að komast upp úr riðli sínum í keppninni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan