Alonso tilbúinn að mæta Fabregas
Xabi Alonso segir að vinur sinn og landi, Cesc Fabregas, sé að verða einn af áhrifamestu leikmönnum í heimi. Alonso stefnir að því að stöðva landsliðsfélaga sinn þegar þeir mætast á sunnudaginn.
,,Hann er einn af mikilvægustu leikmönnum þeirra og einn sá áhrifamesti í Úrvalsdeildinni, enginn vafi er á því," sagði Alonso við opinbera heimasíðu Liverpool.
,,Fabregas hefur byrjað tímabilið mjög vel en vonandi mun hann ekki spila vel á sunnudaginn. Ég mun að sjálfsögðu hringja í hann fyrir leikinn. Hann er góður strákur og við tölum mikið saman."
Alonso viðurkennir að hann hefur hrifist af þeirri byrjun sem Arsenal hefur náð í deildinni.
,,Þeir eru að gera gott mót og eru að spila mjög góðan fótbolta, sennilega besta fótboltann í deildinni um þessar mundir."
,,Þeir eru mjög hreyfanlegir og margir leikmanna þeirra eru öruggir þegar þeir eru með boltann. Skilningur á milli leikmanna er mjög góður og það leiðir af sér góðan fótbolta og það er virkilega gaman að horfa á þá."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!