Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Vika getur verið langur tími í stjórnmálum. Það á ekki síður við knattspyrnuheiminn. Fyrir viku voru þeir Fernando Torres og Xabi Alonso tilbúnir í slaginn og reiðubúnir að fara að spila á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Núna, viku seinna eru þeir báðir aftur komnir á meiðslalistann og það munar um minna. Það er bagalegt að Fernando sé meiddur því það hefur vantað nokkuð upp á markaskorunina hjá Liverpool.
Fyrir viku var rætt um að Steven Gerrard væri í lægð. Reyndar skoraði hann gegn Besiktas og lék bara nokkuð vel í þeim leik. En núna, viku síðar, er nafn fyirliðans aftur á allra vörum. Hann lék mjög vel gegn Arsenal og skoraði fallegt mark. Hann endurtók svo leikinn gegn Cardiff í gærkvöldi. Hann virðist nú vera kominn á skrið á nýjan leik og það er eins gott.
Fyrir viku vissi enginn hvað John Arne Riise hafði í kaup. Nú, viku síðar, þá eru áhugasamir nokkru nær um hvað Norðmaðurinn fær í laun. Ekki það að öllu skipti hvort maður viti hvað John Arne hefur í kaup. Hefur hann ekki bara alltof hátt kaup eins og flestir atvinnuknattspyrnumenn samtímans? Líklega finnst mörgum sem að hann og fleiri gætu komist af með eitthvað minna. Hver hefur sína skoðun á því en við vonum að John Arne, sem og hinir félagar hans, í Liverpool vinni fyrir kaupinu sínu á morgun.
Liverpool gegn Blackburn Rovers á síðustu sparktíð: Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á Ewood Park í langan tíma. Reyndar átti Liverpool fjölda færa í leiknum. Þau fóru öll forgörðum og allt kom fyrir ekki. Það voru því stuðningsmenn Blackburn sem fögnuðu á jólunum.
Spá Mark Lawrenson
Blackburn Rovers v Liverpool
Þetta gæti orðið mikill hörkuleikur. Blackburn fær venjulega ekki mikla athygli en liðið lætur efstu liðin alltaf hafa fyrir hlutunum. Það vantar nokkra leikmenn í lið Liverpool og eitthvað þarf að breyta uppstillingu liðsins. Ég held að þetta verði "alvöru" leikur með tæklingum og látum! Ég hugsa að jafntefli verði niðurstaðan.
Úrskurður: Blackburn Rovers v Liverpool. 1:1.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!