Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Það hefur ekki gerst lengi að Liverpool hafi fengið svona langan tíma til að jafna sig eftir leik og núna. Liðið lék síðast á sunnudaginn og eftir góða hvíld þá heldur baráttan áfram síðdegis á morgun. Leikmenn Liverpool hafa leikið mjög vel síðustu vikurnar og metsigurinn á Besiktas virðist hafa verið nokkur vendipunktur hvað markaskorun áhrærir. Það mátti glögglega sjá í leiknum við Fulham að leikmenn Liverpool ætluðu sér að skora eins mörg mörk og þeir mögulega gætu. Þetta viðhorf þeirra hefur verið áberandi frá því í leiknum gegn Besiktas. Fyrr á þessari leiktíð og reyndar oft á stjórnartíð Rafael Benítez hefur liðið oft hægt á sér eftir að hafa náð forystu í leiknum en nú sækja menn af krafti allan leikinn. Það þarf ekki að taka fram að svona viðhorf skilar miklu betri árangri og stuðningsmennirnir kunna sér vart læti fyrir kátínu. Sóknarleikurinn hefur skilað 21 marki í síðustu fimm leikjum. Markaregnið heldur örugglega ekki endalaust áfram en með sóknarleikinn í öndvegi á liðið góða mörguleika í hverjum einasta leik því vörnin er og hefur verið sterkasti hluti liðsins.
Það eru geysilega mikilvægir leikir framundan fram að því að jólin ganga í garð. Örlög liðsins okkar í Meistaradeildinni ráðast eftir helgina og eins styttist í að það ráðist hversu langt liðið kemst í Deildarbikarnum. Deildarkeppnin er þó mikilvægasta keppnin og fram til jóla eru þrír leikir framundan. Þessu verkefnum, nú fyrir jólin, lyktar vonandi öllum sem best! Þá tekur jólatörnin við og verður minna að gera í henni.
Liverpool gegn Reading á síðustu sparktíð: Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool spilaði á heimavelli Reading og sú frumraun tókst prýðilega. Liverpool hóf páskahrotuna með harðsóttum sigri og stuðningsmenn Liverpool tóku forskot á páskagleðina.
Spá Mark Lawrenson
Reading v Liverpool
Reading er erfitt heim að sækja en ef Rafa Benítez leggur upp með sóknarleik þá held ég að Liverpool vinni þennan leik.
Fernando Torres hefur farið á kostum síðustu vikurnar eftir að hann kom aftur inn í liðið. Ef Rafael lætur Steven Gerrard leika frjálst hlutvrk þá getur hann skapað fullt af marktækifærum.
Úrskurður: Reading v Liverpool 1:2.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur