Alan Hansen spáir í leik Liverpool og Inter Milan
Spennan magnast fyrir leik Liverpool og Inter Milan. Alan Hansen er einn þeirra. Hann telur að Rafael Benítez sé kominn í erfiða stöðu en möguleiki sé að færa líf í liðið með góðum úrslitum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni.
"Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, þarf ekki endilega að vinna Meistaradeildina til að halda starfi sínu en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda, gegn Inter Milan í sextán liða úrslitunum, til að draga úr pressunni sem er á honum. Nú er einfaldlega komið að því að eitthvað þarf til að hressa menn við. Góður leikur eða hagstæð úrslit á þriðjudaginn í fyrri leiknum við Inter gæti verið það sem til þarf.
Þetta verður erfiður leikur því Inter er að stinga af í Seríu A á Ítalíu. Það myndi þó ekki koma mér á óvart ef Liverpool kæmist í átta liða úrslit keppninnar. Þegar liðið varð Evrópumeistari 2005 var liðið ekki að spila eins vel og maður gerir kröfur til hjá Liverpool en liðið lagði samt Juventus og Chelsea og komst í úrslitaleikinn. Árið 2007 lágu Barcelona og Chelsea í valnum. Stemmningin á Anfield í þessum fjórum leikjum sló allt út sem ég upplifði þar sem leikmaður. Það skiptir engu máli hvað fólk segir. Svona stemmning myndast ekki á neinum öðrum leikvangi. Þetta andrúmsloft mun gera leikmönnunum kleift að spila betur en þeir hafa verið að gera og við höfum séð það gerast áður. Eitt er þó alveg víst. Þetta verður rosalegur leikur."
Hugleiðingar Alan Hansen birtust á vefsíðu BBC.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!