Verðum að sækja
Margir gætu talið að það væri best fyrir Liverpool að spila varnarleik gegn Inter Milan í kvöld. En Rafael Benítez telur að Liverpool verði að sækja á San Siro til að geta slegið Inter út úr Meistaradeildinni.
"Það er vonlaust fyrir okkur að verjast langtímum saman gegn svona frábæru liði. Við munum reyna að beita skyndisóknum og skora mark. Ég held að Fernando Torres sé sniðinn í þetta hlutverk. Ég held að við munum örugglega komast áfram ef við náum að skora eitt mark. Við erum að spila vel um þessar mundir og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Við vorum nýbúnir að tapa fyrir Barnsley í F.A. bikarnum þegar við spiluðum fyrri leikinn. Nú mætum við þeim eftir að hafa unnið fimm sigra í röð."
Engin ný meiðsli eru í herbúðum Liverpool og Javier Mascherano á að vera leikfær eftir að hafa misst af leik Liverpool og Newcastle United um helgina. Steve Finnan er meiddur líkt og undanfarið en ekki er vitað um heilsufar Fabio Aurelio en hann hefur ekki spilað frá því í leiknum gegn Bolton.
Á hinn bóginn þá er Xabi Alonso ekki með Liverpool. Kona hans á von á fyrsta barni þeirra á hverri stundu og Xabi ákvað að vera um kyrrt í Liverpool til að vera henni til halds og trausts.
Rafael Benítez og föruneyti hans kom til Mílanó í gær og undirbúningur liðsins fyrir þennan mikilvæga leik stendur nú sem hæst.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!