Við verðum ekki eftirsóttir!
Steven Gerrard telur að Liverpool verði ekki vinsæll valkostur hjá þeim sjö félögum sem gætu orðið mótherjar liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann segir Liverpool verðskulda sæti sitt í átta liða úrslitum keppninnar eftir vasklega framgöngu á San Siro í kvöld.
"Við erum svolítið óstöðugir í deildinni en við erum gríðarlega sterkir í Evrópuleikjum og það verður ekkert lið sem vill dragast gegn okkur. Við verðskulduðum að fara áfram því við mættum mjög sterku liði á útivelli og lögðum það að velli. Við vissum að þeir vildu ná stjórn á leiknum og við urðum allir að leggjast á eitt til að ná settu marki. Við náðum að gera það og svo höfum við Fernando í okkar röðum og hann þarf bara eitt færi til að skora. Við höfðum alltaf trú á að við gætum náð einu marki og það gekk eftir."
Liverpool er nú komið í átta liða úrslit í Meistaradeildinni og það hefur liðið gert þrisvar á síðustu fjórum árum!
Þess má geta að Roberto Mancini, framkvæmdastjóri Inter, tilkynnti á blaðamannafundi eftir leikinn að hann myndi láta af störfum í vor. Inter hefur unnið ítalska meistaratitilinn síðustu tvö ár. Liðið stendur nú mjög að vígi í deildinni og á alla möguleika á að vinna titilinn þriðja árið í röð.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!