Skrtel og Torres æfðu í dag
Martin Skrtel og Fernando Torres fóru meiddir af velli gegn Chelsea á miðvikudagskvöldið en þær góðu fréttir bárust af þeim í dag að þeir hefðu verið með á æfingu. Þeir ættu því að vera klárir í slaginn gegn Manchester City á sunnudaginn.
Skrtel fór af velli í fyrri hálfleik og Torres í framlengingunni og því var óttast að þeir gætu ekki spilað á sunnudaginn. Þess má líka geta að Harry Kewell er orðinn heill af sínum meiðslum.
,,Kewell æfði í dag, sem er jákvætt," sagði Rafa Benítez.
,,Fernando æfði einnig, Skrtel tók þátt í æfingunni og eins og þið vitið þá eru þeir Agger og Fabio Aurelio ennþá meiddir, þannig að það eru í raun ekki neinar slæmar fréttir af meiðslum."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna