Danny Guthrie er farinn til Newcastle United
Miðjumaðurinn efnilegi Danny Guthrie hefur verið seldur til Newcastle United. Samkvæmt staðarblaðinu Daily Post fékk Liverpool 2.25 milljónir sterlingspunda fyrir Danny sem verður að teljast gott verð. Hann gerði fjögra ára samning við Skjórana.
Danny er búinn að vera einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Hann var í láni hjá Bolton Wanderes á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel. Þar á bæ vildu menn fá hann fyrir fullt og fast en það var líka áhugi fyrir honum hjá Newcastle og þangað fór hann. Danny var í láni hjá Southampton leiktíðina 2006/07. Þrátt fyrir að Danny sé mjög efnilegur þá telja forráðamenn Liverpool greinilega að hann sé ekki efni í toppleikmann.
Danny sjálfur er mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Newcastle. "Ég er mjög ánægður með að fara til Newcastle United. Ég er nú þegar tilbúinn að taka þátt í öllu og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og hefjast handa."
Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle United er mjög ánægður með að fá Danny. "Ég er alveg hæstánægður með að við höfum fengið Danny. Hann sannaði sig í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð svo við vitum að hann getur spilað í þessari deild. Hann er á réttum aldri og við gerðum góð kaup."
Danny Guthrie hóf feril sinn hjá Manchester United en var látinn fara þaðan þegar hann var fimmtán ára. Hann var þá farinn að leika með yngri landsliðum Englands og hann hefur leikið með þeim flestum. Eftir brottförina frá Manchester gekk hann til liðs við Liverpool og æfði með unglingaliðum félagsins og svo varaliðinu þar til hann komst í aðalliðið. Danny lék sjö leiki með Liverpool. Við óskum honum góðs gengis hjá Newcastle United.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!