Ólympíuhetjur hylltar!
Ólympíuhetjur verða hylltar víðar en í Reykjavík í kvöld. Silfurstrákarnir okkar verða hylltir í Reykjavík síðdegis og fram á kvöld. Þrjár Ólympíuhetjur verða líka hylltar fyrir leik Liverpool og Standard Liege á Anfield Road í kvöld!
Javier Mascherano varð Ólympíumeistari með Argentínumönnum á sunnudaginn eftir 1:0 sigur á Nígeríu. Hann verður að sjálfsögðu með gullið sitt með sér í kvöld. Lucas Leiva hlaut bronsverðlaun með Brasilíumönnum og hann mætir með sín verðlaun. Þriðja Ólympíuhetjan er hnefaleikamaðurinn David Price sem er frá Liverpool. Hann vann til bronsverðlauna í sínum þyngdarflokki í Peking. Þremenningarnir munu ganga út á völlinn rétt fyrir leik í kvöld og víst er að þessum þremur köppum verður vel fagnað á Anfield Road.
Hvorki Javier eða Lucas verða í leikmannahópi Liverpool í leiknum í kvöld.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!