| SSteinn
TIL BAKA
Fánadagur á morgun á Akureyri
Á morgun verður einn af hinum rómuðu Fánadögum haldinn hátíðlegur á heimavelli Liverpool stuðningsmanna á Norðurlandi, Allanum Sportbar. Húsið opnar klukkan 10:30 og verður mikið um að vera. Búast má við magnaðri stemmningu og það er ekkert sem heitir, nú troðfyllum við húsið og fylgjumst svo með sannkölluðum nágrannaslag í beinni þegar okkar menn taka á bláliðunum í Everton. Nú verður þakið látið lyftast á kofanum.
Eins og áður sagði þá verður margt að gerast, að vanda verða veitt glæsileg verðlaun fyrir flottasta "átfittið" bæði hjá yngri og eldri stuðningsmönnum félagsins. Getraunin verður á sínum stað og svo munu 5 fjörfuglar úr stjórn klúbbsins mæta á svæðið, taka við skráningum og vera til skrafs og ráðagerða um allt sem tengist klúbbnum.
Samstarfsaðilar klúbbsins á Norðurlandi, Allinn Sportbar og Toppmenn & sport, munu að sjálfsögðu styðja vel við bakið á þessum fánadegi sem og öðrum sem haldnir verða á þessu tímabili.
Það eina sem þú þarft að gera Poolari góður er að dressa þig upp, mæta á svæðið og leggja þitt af mörkum við að skapa frábæra stemmningu. Fánar, treflar, búningar og góða skapið. Þetta er bara ekkert flókið.
YNWA
Eins og áður sagði þá verður margt að gerast, að vanda verða veitt glæsileg verðlaun fyrir flottasta "átfittið" bæði hjá yngri og eldri stuðningsmönnum félagsins. Getraunin verður á sínum stað og svo munu 5 fjörfuglar úr stjórn klúbbsins mæta á svæðið, taka við skráningum og vera til skrafs og ráðagerða um allt sem tengist klúbbnum.
Samstarfsaðilar klúbbsins á Norðurlandi, Allinn Sportbar og Toppmenn & sport, munu að sjálfsögðu styðja vel við bakið á þessum fánadegi sem og öðrum sem haldnir verða á þessu tímabili.
Það eina sem þú þarft að gera Poolari góður er að dressa þig upp, mæta á svæðið og leggja þitt af mörkum við að skapa frábæra stemmningu. Fánar, treflar, búningar og góða skapið. Þetta er bara ekkert flókið.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan