| SSteinn
Á morgun verður einn af hinum rómuðu Fánadögum haldinn hátíðlegur á heimavelli Liverpool stuðningsmanna á Norðurlandi, Allanum Sportbar. Húsið opnar klukkan 10:30 og verður mikið um að vera. Búast má við magnaðri stemmningu og það er ekkert sem heitir, nú troðfyllum við húsið og fylgjumst svo með sannkölluðum nágrannaslag í beinni þegar okkar menn taka á bláliðunum í Everton. Nú verður þakið látið lyftast á kofanum.
Eins og áður sagði þá verður margt að gerast, að vanda verða veitt glæsileg verðlaun fyrir flottasta "átfittið" bæði hjá yngri og eldri stuðningsmönnum félagsins. Getraunin verður á sínum stað og svo munu 5 fjörfuglar úr stjórn klúbbsins mæta á svæðið, taka við skráningum og vera til skrafs og ráðagerða um allt sem tengist klúbbnum.
Samstarfsaðilar klúbbsins á Norðurlandi, Allinn Sportbar og Toppmenn & sport, munu að sjálfsögðu styðja vel við bakið á þessum fánadegi sem og öðrum sem haldnir verða á þessu tímabili.
Það eina sem þú þarft að gera Poolari góður er að dressa þig upp, mæta á svæðið og leggja þitt af mörkum við að skapa frábæra stemmningu. Fánar, treflar, búningar og góða skapið. Þetta er bara ekkert flókið.
YNWA
TIL BAKA
Fánadagur á morgun á Akureyri

Eins og áður sagði þá verður margt að gerast, að vanda verða veitt glæsileg verðlaun fyrir flottasta "átfittið" bæði hjá yngri og eldri stuðningsmönnum félagsins. Getraunin verður á sínum stað og svo munu 5 fjörfuglar úr stjórn klúbbsins mæta á svæðið, taka við skráningum og vera til skrafs og ráðagerða um allt sem tengist klúbbnum.
Samstarfsaðilar klúbbsins á Norðurlandi, Allinn Sportbar og Toppmenn & sport, munu að sjálfsögðu styðja vel við bakið á þessum fánadegi sem og öðrum sem haldnir verða á þessu tímabili.
Það eina sem þú þarft að gera Poolari góður er að dressa þig upp, mæta á svæðið og leggja þitt af mörkum við að skapa frábæra stemmningu. Fánar, treflar, búningar og góða skapið. Þetta er bara ekkert flókið.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan