| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þessi jólin telur jólatörnin bara tvo deildarleiki og sá seinni þeirra fer fram á morgun. Nú er öldin önnur frá því spilaðir voru upp í fjóra deildarleiki um jól og áramót. Fyrri hluti jólatarnarinnar fór fram í gær og Liverpool hélt efsta sætinu með góðum sigri á heimavelli á Bolton. Nú verður lagt land undir fór og haldið norður. Góðs viti mun vera að vera í efsta sæti í ensku deildinni á jólum en ekki væri verra að vera í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Nær Liverpool að enda árið í fyrsta sæti deildarinnar?

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í efsta  sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea. 

- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni frá því þann 1. desember.

- Liverpool er í efsta sæti á jólum í fyrsta sinn frá jólum 1996.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru í herbúðum Newcastle United. Þetta eru þeir Michael Owen og Danny Guthrie.

- Þetta er síðasti leikur Liverpool á þessu Herrans ári.

- Liverpool hefur ekki fengið fleiri deildarstig á einu ári frá því árið 1990.

- Síðasti deildarleikur liðanna á St James Park. 24. nóvember 2007. Newcastle United : Liverpool. 0:3. Mörk Liverpool: Steven Gerrard (27. mín.), Dirk Kuyt (46. mín.) og Ryan Babel (66. mín.).

 

Spá Mark Lawrenson

Newcastle United v Liverpool

Það eru nokkuð um meiðslavandræði í herbúðum Newcastle en sannleikurinn er nú samt sá að liðið var mjög dauft þegar það tapaði útileiknum við Wigan á öðrum degi jóla. Vörnin hjá Liverpool er sterk og sjálfstraustið er að aukast hjá Robbie Keane eftir að hann skoraði tvívegis í öruggum 3:0 sigri á Bolton. Ég sé ekkert annað en útisigur í þessum leik.

Úrskurður: Newcastle United v Liverpool 0:2.

jolasveinn.gif

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan