| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Rafa sýnir tennurnar!
Rafael Benítez sendir leikmönnum sínum skýr skilaboð í enskum fjölmiðlum í dag. Hann varar menn við því að ef þeir standi sig ekki í leiknum gegn Sunderland í kvöld þá sé alveg eins víst að þeir taki engan þátt í leiknum gegn Real Madrid á þriðjudaginn kemur!
Benítez er enn gríðarlega svekktur, eftir skelfilegt tap Liverpool gegn Middlesboro um helgina, tap sem hugsanlega gerði titilvonir félagsins á þessu tímabili að engu, og nú vill hann að menn reki af sér slyðruorðið. Ella verði þeir geymdir á bekknum - eða heima hjá sér þegar Real mætir á Anfield eftir viku!
,,Ég held að það sé mikilvægt að leikmenn geri sér grein fyrir því að við fylgjumst afar vel með frammistöðu þeirra næstu daga, hvort heldur er í leiknum í kvöld eða á komandi æfingum, og ef menn eru ekki tilbúnir til að leggja sig 100% fram þá eiga þeir ekkert erindi í liðið gegn Real."
,,Nú er staðan þannig að Meistaradeildin er eina keppnin sem við eigum raunhæfa möguleika á að vinna og því er afskaplega mikilvægt að menn séu tilbúnir til að berjast eins og ljón. Ef menn eru tilbúnir í það, þá getum við slegið Real út og komist áfram í næstu umferð," segir Benítez ákveðinn.
En þó að Benítez tali um að eini raunhæfi möguleikinn á titli í ár sé í Meistaradeildinni, þá neitar hann að gefa endanlega upp vonina um enska meistaratitilinn. Hann viðurkennir þó að það þurfi ansi mikið að gerast til að sá draumur verði að veruleika.
,,Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en að sýna úr hverju við erum gerðir. Það skiptir öllu að reyna alltaf að sækja þrjú stig og það ætlum við okkur að gera á móti Sunderland."
,,Ef við vinnum þá sjáum við bara hvernig staðan er í kringum okkur, við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu og reyna að ná í sem flest stig. Manchester hefur þægilegt forskot á okkur og eini möguleiki okkar er að þeir misstígi sig illilega."
,,Mér finnst við hafa tekið framförum í vetur en nú verðum við að fara að sýna það í verki. Við höfum frá og með deginum í dag til loka tímabilsins til að gera það!"
Fernando Torres, Alvara Arbeloa og Daniel Agger eru sem kunnugt er allir meiddir og verða því ekki með í kvöld gegn Sunderland, en Argentínumaðurinn Emilio Insua er hinsvegar loksins kominn til baka úr löngu keppnisferðalagi með U-20 ára landsliði Argentínu og gæti því mögulega komið við sögu í kvöld.
Benítez er enn gríðarlega svekktur, eftir skelfilegt tap Liverpool gegn Middlesboro um helgina, tap sem hugsanlega gerði titilvonir félagsins á þessu tímabili að engu, og nú vill hann að menn reki af sér slyðruorðið. Ella verði þeir geymdir á bekknum - eða heima hjá sér þegar Real mætir á Anfield eftir viku!
,,Ég held að það sé mikilvægt að leikmenn geri sér grein fyrir því að við fylgjumst afar vel með frammistöðu þeirra næstu daga, hvort heldur er í leiknum í kvöld eða á komandi æfingum, og ef menn eru ekki tilbúnir til að leggja sig 100% fram þá eiga þeir ekkert erindi í liðið gegn Real."
,,Nú er staðan þannig að Meistaradeildin er eina keppnin sem við eigum raunhæfa möguleika á að vinna og því er afskaplega mikilvægt að menn séu tilbúnir til að berjast eins og ljón. Ef menn eru tilbúnir í það, þá getum við slegið Real út og komist áfram í næstu umferð," segir Benítez ákveðinn.
En þó að Benítez tali um að eini raunhæfi möguleikinn á titli í ár sé í Meistaradeildinni, þá neitar hann að gefa endanlega upp vonina um enska meistaratitilinn. Hann viðurkennir þó að það þurfi ansi mikið að gerast til að sá draumur verði að veruleika.
,,Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en að sýna úr hverju við erum gerðir. Það skiptir öllu að reyna alltaf að sækja þrjú stig og það ætlum við okkur að gera á móti Sunderland."
,,Ef við vinnum þá sjáum við bara hvernig staðan er í kringum okkur, við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu og reyna að ná í sem flest stig. Manchester hefur þægilegt forskot á okkur og eini möguleiki okkar er að þeir misstígi sig illilega."
,,Mér finnst við hafa tekið framförum í vetur en nú verðum við að fara að sýna það í verki. Við höfum frá og með deginum í dag til loka tímabilsins til að gera það!"
Fernando Torres, Alvara Arbeloa og Daniel Agger eru sem kunnugt er allir meiddir og verða því ekki með í kvöld gegn Sunderland, en Argentínumaðurinn Emilio Insua er hinsvegar loksins kominn til baka úr löngu keppnisferðalagi með U-20 ára landsliði Argentínu og gæti því mögulega komið við sögu í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan