| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Torres var okkur hvatning
Fernando Torres var virkilega uppveðraður fyrir leikinn við Real Madrid á þriðjudaginn var og kom það Steven Gerrard ekki á óvart. Það var greinilegt að Torres ætlaði sér að hrella varnarmenn Real frá fyrstu mínútu leiksins.
Gerrard var valinn maður leiksins en hann skoraði 2 mörk og stóð sig heilt yfir frábærlega í sínum 100. Evrópuleik. Fernando Torres átti einnig góða endurkomu eftir meiðslin, skoraði fyrsta mark leiksins og fór illa með fyrrum besta leikmann heims, Fabio Cannavaro, nokkrum sinnum í leiknum.
Gerrard sagði: ,,Fernando var virkilega æstur inní búningsherberginu fyrir leikinn og það kom mér því ekki á óvart hvernig hann spilaði í leiknum. Hann var virkilega klár í leikinn og ég er viss um að honum hafi fundist virkilega gaman að skora."
,,Hann sneri glæsilega á Cannavaro snemma í leiknum og svona gera aðeins heimsklassaleikmenn, frammistaða hans sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir liðið ef við ætlum okkur að gera vel. Það ánægjulegasta við úrslitin var samt það að við héldum áfram allt til síðustu mínútu - við vorum rosalegir."
,,Leikurinn vannst í fyrri hálfleik þegar við skoruðum tvö mörk og vörðumst mjög vel. En við héldum samt áfram að sækja til að skora fleiri mörk og það var gott að við gátum aukið forystuna í seinni hálfleik vegna þess að svona úrslit bæta sjálfstraustið hjá manni. Við höfum náð að vinna nokkur góð lið á Anfield í Evrópukeppninni."
,,Þegar við spilum svona setjum við pressu á liðin, þau þurfa að verjast aftarlega og við aukum pressuna ef eitthvað er. Ég er viss um að ef þú myndir spyrja leikmenn Real Madrid þá segðu þeir þér að á tímabili í fyrri háfleiknum höfðu þeir varla tíma til að vanda vegna þess að við spiluðum svo hratt."
Eins og áður sagði var þetta 100. Evrópuleikur Gerrard's og bætti hann við: ,,Ég fékk nokkur textaskilaboð fyrir leikinn þar sem fólk óskaði mér góðs gengis í 100. Evrópuleik mínum og ég er virkilega stoltur að hafa náð þessum áfanga með liðinu. Þetta er þýðingarmikið fyrir mér og varð ennþá sérstakara vegna þess að ég skoraði 2 mörk líka. En það ánægjulegasta voru úrslitin."
Gerrard var valinn maður leiksins en hann skoraði 2 mörk og stóð sig heilt yfir frábærlega í sínum 100. Evrópuleik. Fernando Torres átti einnig góða endurkomu eftir meiðslin, skoraði fyrsta mark leiksins og fór illa með fyrrum besta leikmann heims, Fabio Cannavaro, nokkrum sinnum í leiknum.
Gerrard sagði: ,,Fernando var virkilega æstur inní búningsherberginu fyrir leikinn og það kom mér því ekki á óvart hvernig hann spilaði í leiknum. Hann var virkilega klár í leikinn og ég er viss um að honum hafi fundist virkilega gaman að skora."
,,Hann sneri glæsilega á Cannavaro snemma í leiknum og svona gera aðeins heimsklassaleikmenn, frammistaða hans sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir liðið ef við ætlum okkur að gera vel. Það ánægjulegasta við úrslitin var samt það að við héldum áfram allt til síðustu mínútu - við vorum rosalegir."
,,Leikurinn vannst í fyrri hálfleik þegar við skoruðum tvö mörk og vörðumst mjög vel. En við héldum samt áfram að sækja til að skora fleiri mörk og það var gott að við gátum aukið forystuna í seinni hálfleik vegna þess að svona úrslit bæta sjálfstraustið hjá manni. Við höfum náð að vinna nokkur góð lið á Anfield í Evrópukeppninni."
,,Þegar við spilum svona setjum við pressu á liðin, þau þurfa að verjast aftarlega og við aukum pressuna ef eitthvað er. Ég er viss um að ef þú myndir spyrja leikmenn Real Madrid þá segðu þeir þér að á tímabili í fyrri háfleiknum höfðu þeir varla tíma til að vanda vegna þess að við spiluðum svo hratt."
Eins og áður sagði var þetta 100. Evrópuleikur Gerrard's og bætti hann við: ,,Ég fékk nokkur textaskilaboð fyrir leikinn þar sem fólk óskaði mér góðs gengis í 100. Evrópuleik mínum og ég er virkilega stoltur að hafa náð þessum áfanga með liðinu. Þetta er þýðingarmikið fyrir mér og varð ennþá sérstakara vegna þess að ég skoraði 2 mörk líka. En það ánægjulegasta voru úrslitin."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan