| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool tók Blackburn í kennslustund!
Fórnarlamba harmleiksins á Hillsborough var minnst á Anfield Road fyrir leik Liverpool og Blackburn Rovers. Gestirnir voru svo teknir í algjöra kennslustund. Liverpool vann 4:0 og tók efsta sætið í deildinni.
Eftir að þeim 96 stuðningsmönnum Liverpool, sem létust á Hillsborough í Sheffield fyrir 20 árum, hafði verið vottuð virðing hófst leikurinn. Helstu tíðindi í liðsvali Rafael Benítez voru þau að Steven Gerrard sat á bekknum og Daniel Agger fékk loks að koma í byrjunarliðið. Strax frá byrjun mátti vel greina ákveðni Danans í að láta að sér kveða.
Liverpool fékk óskabyrjun í sólinni og boltinn lá í marki gestanna strax á 5. mínútu og markið var eitt það fallegasta sem sést hefur á Anfield Road! Jamie Carragher sendi háa sendingu frá eigin vallarhelmingi fram á vítateig Blackburn. Við hægra vítateigshornið tók Fernando Torres við boltanum og drap hann niður með brjóstinu. Boltinn skoppaði svo einu sinni í jörðina áður en Fernando sneri sér við og hamraði hann á lofti. Andartaki síðar þandi boltinn netmöskvana uppi í fjærhorninu og allt sprakk úr fögnuði á Anfield Road! Stórfenglegt mark sem lengi verður í minnum haft. Enn eitt gullmarkið sem þessi frábæri leikmaður skorar. Á 16. mínútu náði Liverpool snöggri sókn. Dirk Kuyt sendi boltann fram að vítateignum á Javier Mascherano, sem átti algjöran stórleik. Argentínumaðurinn skaut föstu skoti en Paul Robinson varði vel. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út í teig en Fernando skaut hátt yfir úr opnu færi.
Yfirburðir Liverpool voru algjörir og líklega hefur liðið ekki haft aðra eins yfirburði í neinum leik á leiktíðinni. Á 27. mínútu tók Emiliano Insua, sem lék mjög vel, eina af mörgum mögnuðum rispum sínum fram vinstri kantinn. Hann sendi frábæra sendingu fyrir markið á Dirk en Paul náði einhvern vegin að verja skalla hans af stuttu færi. Boltinn hrökk út á Yossi Benayoun en hann náði ekki að hitta markið úr teignum. Yossi átti stórleik og var gríðarlega duglegur.
Á 34. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu úti við hliðarlínu vinstra megin á móts við miðjan vallarhelming Blackburn. Xabi Alonso tók aukaspyrnuna og sendi fasta sendingu inn á vítateiginn. Rétt utan við markteiginn stökk Fernando manna hæst og hamraði boltann í markið með skalla. Magnaður skalli og nú voru úrslitin svo gott sem ráðin. Gestirnir náðu þó loks markskoti fimm mínútum fyrir leikhlé en Jose Reina varði auðveldlega laust skot frá David Dunn. Annars var þessi hálfleikur einstefna Rauða hersins!
Yfirburðir Liverpool breyttust ekkert eftir leikhlé og ef eitthvað þá jukust þeir bara. Það var þó lítið um opin færi framan af hálfleiknum. Á 57. mínútu kom Dirk sér í færi rétt utan vítateigs en skot hans fór yfir. Á 63. mínútu tók Albert Riera, sem var mjög sprækur á vinstri kantinum, rispu inn í vítateiginn en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Liverpool fékk þó ekki horn. Á 77. mínútu fengu gestirnir óvænt færi. Boltinn hrökk til Christopher Samba sem var í góðu færi vinstra megin í teignum en hann náði ekki föstu skoti og Jose varði snaggaralega. Tíu mínútum fyrir leikslok gerði Liverpool harða hríð að marki Rovers. Henni lauk með skoti frá Javier af stuttu færi sem fór í Paul, sem henti sér fyrir boltann, og í horn. Eftir hornið bjargaði Stephen Warnock, skalla frá Albert, við marklínuna en mörkin áttu eftir að verða fleiri.
Á 83. mínútu fékk Daniel Agger boltann við miðju vallarins. Daninn tók á rás óáreittur fram völlinn og um 35 metra frá marki sendi hann þrumufleyg að markinu. Paul kom engum vörnum við og boltinn söng í netinu úti við stöng. Magnað skot hjá Dananum sem þarna minnti vel á sig eftir að hafa fengið fá tækifæri í liðinu það sem af er árinu. Markið var svo til nákvæm eftirlíking af marki sem Daniel skoraði gegn West Ham United á leiktiðinni 2006/07. Mínútu fyrir leikslok komst Yossi í færi en skot hans fór í varnamann og yfir. Á lokamínútunni fékk Liverpool svo horn frá hægri. Boltinn barst til Jamie sem var úti á kantinum og hann sendi yfir á fjærstöng. Þar stökk varamaðurinn Lucas Leiva hæst, skallaði boltann fyrir markið á David Ngog, sem var nýkominn til leiks, og franski strákurinn skallaði í markið af nokkura sentimetra færi. Stórsigur Liverpool var þarna endanlega innsiglaður og hann kom liðinu í efsta sætið. Páskagleðin hófst snemma í ár hjá stuðningsmönnum Liverpool! Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram og Liverpool slær ekkert af!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Agger, Carragher, Insua, Alonso (Leiva 87. mín.), Mascherano, Riera, Benayoun, Kuyt (Ngog 85. mín.) og Torres 7 (El Zhar 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Skrtel og Gerrard.
Mörk Liverpool: Torres (5, og 33. mín.) Agger (83. mín.) og David Ngog (90. mín.)
Gul spjöld: Daniel Agger og Xabi Alonso.
Blackburn Rovers: Robinson, Andrews, Ooijer, Nelsen, Givet, Mokoena (Doran 46. mín.), Tugay (Grella 67. mín.), Warnock, Dunn (Villanueva 60 mín.), Treacy og Samba. Ónotaðir varamenn: Bunn, Khizanishvili, Olsson og McCarthy.
Gul spjöld: Keith Andrews.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.466.
Maður leiksins: Fernando Torres. Þessi ótrúlegi Spánverji skoraði tvö mörk og þau lögðu grunninn að stórsigri Liverpool. Fyrra mark hans er trúlega fallegasta mark sem hefur verið skorað í deildinni á þessu keppnistímabili. Það væri hægt að velja hann besta manninn á vellinum bara fyrir það mark eitt og sér.
Rafael Benítez: Við náðum að bregðast fullkomlega við úrslitunum í leiknum gegn Chelsea í miðri viku. Við spiluðum vel, skoruðum mörk og héldum marki okkar hreinu. Sigurinn hefði getað verið enn stærri því við fengum nokkur opin færi en ég er mjög ánægður. Maður þarf alltaf á lykilmönnum sínum að halda og Fernando lék mikilvægt hlutverk. Fyrstu mörkin opnuðu leikinn fyrir okkur.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Fernando Torres er nú búinn að skora 14 mörk á leiktíðinni. - Daniel Agger skoraði annað mark sitt á leiktíðinni. - David Ngog skoraði þriðja mark sitt á þessari leiktíð. - Enn skorar Liverpool mörk á lokakafla leikja. - Liðið hefur nú skorað 22 mörk á síðustu 15 mínútum leikja á leiktíðinni. - Jose Reina lék sinn 200. leik með Liverpool. - Hann hélt markinu hreinu í 102. sinn í þessum 200 leikjum. - Liverpool hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Eftir að þeim 96 stuðningsmönnum Liverpool, sem létust á Hillsborough í Sheffield fyrir 20 árum, hafði verið vottuð virðing hófst leikurinn. Helstu tíðindi í liðsvali Rafael Benítez voru þau að Steven Gerrard sat á bekknum og Daniel Agger fékk loks að koma í byrjunarliðið. Strax frá byrjun mátti vel greina ákveðni Danans í að láta að sér kveða.
Liverpool fékk óskabyrjun í sólinni og boltinn lá í marki gestanna strax á 5. mínútu og markið var eitt það fallegasta sem sést hefur á Anfield Road! Jamie Carragher sendi háa sendingu frá eigin vallarhelmingi fram á vítateig Blackburn. Við hægra vítateigshornið tók Fernando Torres við boltanum og drap hann niður með brjóstinu. Boltinn skoppaði svo einu sinni í jörðina áður en Fernando sneri sér við og hamraði hann á lofti. Andartaki síðar þandi boltinn netmöskvana uppi í fjærhorninu og allt sprakk úr fögnuði á Anfield Road! Stórfenglegt mark sem lengi verður í minnum haft. Enn eitt gullmarkið sem þessi frábæri leikmaður skorar. Á 16. mínútu náði Liverpool snöggri sókn. Dirk Kuyt sendi boltann fram að vítateignum á Javier Mascherano, sem átti algjöran stórleik. Argentínumaðurinn skaut föstu skoti en Paul Robinson varði vel. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út í teig en Fernando skaut hátt yfir úr opnu færi.
Yfirburðir Liverpool voru algjörir og líklega hefur liðið ekki haft aðra eins yfirburði í neinum leik á leiktíðinni. Á 27. mínútu tók Emiliano Insua, sem lék mjög vel, eina af mörgum mögnuðum rispum sínum fram vinstri kantinn. Hann sendi frábæra sendingu fyrir markið á Dirk en Paul náði einhvern vegin að verja skalla hans af stuttu færi. Boltinn hrökk út á Yossi Benayoun en hann náði ekki að hitta markið úr teignum. Yossi átti stórleik og var gríðarlega duglegur.
Á 34. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu úti við hliðarlínu vinstra megin á móts við miðjan vallarhelming Blackburn. Xabi Alonso tók aukaspyrnuna og sendi fasta sendingu inn á vítateiginn. Rétt utan við markteiginn stökk Fernando manna hæst og hamraði boltann í markið með skalla. Magnaður skalli og nú voru úrslitin svo gott sem ráðin. Gestirnir náðu þó loks markskoti fimm mínútum fyrir leikhlé en Jose Reina varði auðveldlega laust skot frá David Dunn. Annars var þessi hálfleikur einstefna Rauða hersins!
Yfirburðir Liverpool breyttust ekkert eftir leikhlé og ef eitthvað þá jukust þeir bara. Það var þó lítið um opin færi framan af hálfleiknum. Á 57. mínútu kom Dirk sér í færi rétt utan vítateigs en skot hans fór yfir. Á 63. mínútu tók Albert Riera, sem var mjög sprækur á vinstri kantinum, rispu inn í vítateiginn en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Liverpool fékk þó ekki horn. Á 77. mínútu fengu gestirnir óvænt færi. Boltinn hrökk til Christopher Samba sem var í góðu færi vinstra megin í teignum en hann náði ekki föstu skoti og Jose varði snaggaralega. Tíu mínútum fyrir leikslok gerði Liverpool harða hríð að marki Rovers. Henni lauk með skoti frá Javier af stuttu færi sem fór í Paul, sem henti sér fyrir boltann, og í horn. Eftir hornið bjargaði Stephen Warnock, skalla frá Albert, við marklínuna en mörkin áttu eftir að verða fleiri.
Á 83. mínútu fékk Daniel Agger boltann við miðju vallarins. Daninn tók á rás óáreittur fram völlinn og um 35 metra frá marki sendi hann þrumufleyg að markinu. Paul kom engum vörnum við og boltinn söng í netinu úti við stöng. Magnað skot hjá Dananum sem þarna minnti vel á sig eftir að hafa fengið fá tækifæri í liðinu það sem af er árinu. Markið var svo til nákvæm eftirlíking af marki sem Daniel skoraði gegn West Ham United á leiktiðinni 2006/07. Mínútu fyrir leikslok komst Yossi í færi en skot hans fór í varnamann og yfir. Á lokamínútunni fékk Liverpool svo horn frá hægri. Boltinn barst til Jamie sem var úti á kantinum og hann sendi yfir á fjærstöng. Þar stökk varamaðurinn Lucas Leiva hæst, skallaði boltann fyrir markið á David Ngog, sem var nýkominn til leiks, og franski strákurinn skallaði í markið af nokkura sentimetra færi. Stórsigur Liverpool var þarna endanlega innsiglaður og hann kom liðinu í efsta sætið. Páskagleðin hófst snemma í ár hjá stuðningsmönnum Liverpool! Kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram og Liverpool slær ekkert af!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Agger, Carragher, Insua, Alonso (Leiva 87. mín.), Mascherano, Riera, Benayoun, Kuyt (Ngog 85. mín.) og Torres 7 (El Zhar 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Skrtel og Gerrard.
Mörk Liverpool: Torres (5, og 33. mín.) Agger (83. mín.) og David Ngog (90. mín.)
Gul spjöld: Daniel Agger og Xabi Alonso.
Blackburn Rovers: Robinson, Andrews, Ooijer, Nelsen, Givet, Mokoena (Doran 46. mín.), Tugay (Grella 67. mín.), Warnock, Dunn (Villanueva 60 mín.), Treacy og Samba. Ónotaðir varamenn: Bunn, Khizanishvili, Olsson og McCarthy.
Gul spjöld: Keith Andrews.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.466.
Maður leiksins: Fernando Torres. Þessi ótrúlegi Spánverji skoraði tvö mörk og þau lögðu grunninn að stórsigri Liverpool. Fyrra mark hans er trúlega fallegasta mark sem hefur verið skorað í deildinni á þessu keppnistímabili. Það væri hægt að velja hann besta manninn á vellinum bara fyrir það mark eitt og sér.
Rafael Benítez: Við náðum að bregðast fullkomlega við úrslitunum í leiknum gegn Chelsea í miðri viku. Við spiluðum vel, skoruðum mörk og héldum marki okkar hreinu. Sigurinn hefði getað verið enn stærri því við fengum nokkur opin færi en ég er mjög ánægður. Maður þarf alltaf á lykilmönnum sínum að halda og Fernando lék mikilvægt hlutverk. Fyrstu mörkin opnuðu leikinn fyrir okkur.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í öðru sæti í deildinni. - Fernando Torres er nú búinn að skora 14 mörk á leiktíðinni. - Daniel Agger skoraði annað mark sitt á leiktíðinni. - David Ngog skoraði þriðja mark sitt á þessari leiktíð. - Enn skorar Liverpool mörk á lokakafla leikja. - Liðið hefur nú skorað 22 mörk á síðustu 15 mínútum leikja á leiktíðinni. - Jose Reina lék sinn 200. leik með Liverpool. - Hann hélt markinu hreinu í 102. sinn í þessum 200 leikjum. - Liverpool hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan