| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Andrea vill fara til Juventus
Andrea Dossena segist vilja fara til Juventus komi tilboð frá ítalska félaginu til Liverpool. Dossena var keyptur síðastliðið sumar og hefur ekki náð að festa sig í sessi almennilega hjá liðinu.
Dossena var oftar en ekki á eftir þeim Fabio Aurelio og Emiliano Insua í goggunarröðinni í vinstri bakvarðastöðunni á tímabilinu. Hann náði þó að skora tvö góð mörk gegn Real Madrid og Manchester United og stóð sig betur eftir því sem leið á tímabilið.
,,Ég hef talað við Rafael Benítez. Hann er frábær persóna og skilur vandamál mín," sagði Dossena í viðtalið við Tuttosport.
,,Hann sagði mér að ef það berst tilboð í mig sem félagið og ég erum sátt við, þá mun hann ekki standa í vegi fyrir mér. Ég myndi hlaupa til Juve. Þeir sýndu mér áhuga á síðasta ári, en þá komu Liverpool inní myndina og kláruðu málið á innan við klukkutíma."
,,Á Englandi er boltinn gríðarlega hraður og erfiðustu æfingarnar standa ekki yfir nema í 40 mínútur í senn, ég þarf að æfa lengur en það. Nú vonast ég til þess að ganga til liðs við Juve og hefja nýtt líf."
Dossena var oftar en ekki á eftir þeim Fabio Aurelio og Emiliano Insua í goggunarröðinni í vinstri bakvarðastöðunni á tímabilinu. Hann náði þó að skora tvö góð mörk gegn Real Madrid og Manchester United og stóð sig betur eftir því sem leið á tímabilið.
,,Ég hef talað við Rafael Benítez. Hann er frábær persóna og skilur vandamál mín," sagði Dossena í viðtalið við Tuttosport.
,,Hann sagði mér að ef það berst tilboð í mig sem félagið og ég erum sátt við, þá mun hann ekki standa í vegi fyrir mér. Ég myndi hlaupa til Juve. Þeir sýndu mér áhuga á síðasta ári, en þá komu Liverpool inní myndina og kláruðu málið á innan við klukkutíma."
,,Á Englandi er boltinn gríðarlega hraður og erfiðustu æfingarnar standa ekki yfir nema í 40 mínútur í senn, ég þarf að æfa lengur en það. Nú vonast ég til þess að ganga til liðs við Juve og hefja nýtt líf."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan