| Sf. Gutt
TIL BAKA
Paul Anderson seldur til Nottingham skógar
Paul Anderson hefur verið seldur til Nottingham skógar þar sem hann lék sem lánsmaður á síðasta keppnistímabili. Nottingham Forest mun borga 250.000 sterlingspund fyrir þennan spræka kantmann. Paul er enn einn í röð efnilegra leikmanna sem ekki er talinn nógu góður fyrir aðallið Liverpool. Af þeim má nefna Jack Hobbs og fjóra aðra ungliða sem yfirgáfu félagið nú í sumar.
Paul hóf feril sinn hjá West Bromwich Albion en þaðan fór hann sextán vetra til Hull City. Liverpool keypti Paul frá Hull í byrjun árs 2006 og fór John Welsh til Tígranna í þeim viðskiptum. Paul lék mjög vel bæði með varaliðinu og unglingaliðinu leiktíðina 2005/06 og átti stóran þátt í Unglingabikarsigri Liverpool. Var talið að hann væri kominn mjög nærri því að spila með aðalliðinu. Paul komst tvívegis á varamannabekkinn hjá aðalliði Liverpool en kom ekki við sögu í þeim leikjum.
Hann var sendur í lán til Swansea City fyrir leiktíðina 2007/08 og stóð sig stórvel. Svanirnir vildu kaupa hann í fyrra en Paul ákvað frekar að fara sem lánsmaður til Nottingham Forest. Hann lék vel með Forest og skoraði tvö deildarmörk og lék 28 leiki þrátt fyrir að vera nokkuð frá vegna meiðsla.
Paul Anderson stefnir þó aftur á Anfield. Hann sagði þetta á heimasíðu Nottingham Forest. "Það vilja allir leika í Úrvalsdeildinni og spila með þeim bestu og ég hef þá trú að þetta félag geti það. Ég myndi svo gjarnan vilja snúa aftur á Anfield og sýna mönnum þar af hverju þeir misstu."
Við óskum Paul Anderson góðs gengis hjá nýju félagi.
Paul hóf feril sinn hjá West Bromwich Albion en þaðan fór hann sextán vetra til Hull City. Liverpool keypti Paul frá Hull í byrjun árs 2006 og fór John Welsh til Tígranna í þeim viðskiptum. Paul lék mjög vel bæði með varaliðinu og unglingaliðinu leiktíðina 2005/06 og átti stóran þátt í Unglingabikarsigri Liverpool. Var talið að hann væri kominn mjög nærri því að spila með aðalliðinu. Paul komst tvívegis á varamannabekkinn hjá aðalliði Liverpool en kom ekki við sögu í þeim leikjum.
Hann var sendur í lán til Swansea City fyrir leiktíðina 2007/08 og stóð sig stórvel. Svanirnir vildu kaupa hann í fyrra en Paul ákvað frekar að fara sem lánsmaður til Nottingham Forest. Hann lék vel með Forest og skoraði tvö deildarmörk og lék 28 leiki þrátt fyrir að vera nokkuð frá vegna meiðsla.
Paul Anderson stefnir þó aftur á Anfield. Hann sagði þetta á heimasíðu Nottingham Forest. "Það vilja allir leika í Úrvalsdeildinni og spila með þeim bestu og ég hef þá trú að þetta félag geti það. Ég myndi svo gjarnan vilja snúa aftur á Anfield og sýna mönnum þar af hverju þeir misstu."
Við óskum Paul Anderson góðs gengis hjá nýju félagi.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan