| Sf. Gutt
Liverpool mátti hafa verulega fyrir sigri sínum á Leeds United í Deildarbikarnum á þriðjudagskvöldið. Jamie Carragher, sem var fyrirliði í leiknum, var létt í leikslok og segir að liðið sitt hafi sloppið vel með sigur.
"Leeds stóð sig mjög vel. Þeir voru meira að segja svolítið óheppnir að tapa í kvöld og ég er ánægður með að við skyldum ná að herja fram sigur. Við vorum auðvitað ekki með okkar sterkasta lið, sem við notum í Úrvalsdeildinni, og þetta varð okkur erfiður leikur."
Leeds hefur verið á miklu flugi það sem af er leiktíðar og leikmenn liðsins börðust eins og ljón hvattir áfram af stuðningsmönnum sínum. Jamie segir að sumir í liðinu hafi verið varaðir við!
"Útlendingarnir í liðinu eru ekki vanir svona bikarkeppni úr sínu heimalandi. Þess vegna segir maður þeim að svona leikir verði erfiðir. Það kom á daginn að þetta reyndist einn erfiðasti leikur okkar á keppnistímabilinu."
Liverpool hefur ekki unnið titil frá árinu 2006 og Jamie segir að tími sé kominn til að koma því ástandi í lag.
"Auðvitað viljum við vinna þessa keppni. Það eru nokkur ár frá því við unnum síðast titil og ég myndi svo gjarnan vilja spila með Liverpool á Wembley. Það gefast tvö tækifæri til að komast þangað á hverju ári og annar möguleikinn er í þessari keppni."
TIL BAKA
Jamie létt í Leeds

"Leeds stóð sig mjög vel. Þeir voru meira að segja svolítið óheppnir að tapa í kvöld og ég er ánægður með að við skyldum ná að herja fram sigur. Við vorum auðvitað ekki með okkar sterkasta lið, sem við notum í Úrvalsdeildinni, og þetta varð okkur erfiður leikur."
Leeds hefur verið á miklu flugi það sem af er leiktíðar og leikmenn liðsins börðust eins og ljón hvattir áfram af stuðningsmönnum sínum. Jamie segir að sumir í liðinu hafi verið varaðir við!
"Útlendingarnir í liðinu eru ekki vanir svona bikarkeppni úr sínu heimalandi. Þess vegna segir maður þeim að svona leikir verði erfiðir. Það kom á daginn að þetta reyndist einn erfiðasti leikur okkar á keppnistímabilinu."
Liverpool hefur ekki unnið titil frá árinu 2006 og Jamie segir að tími sé kominn til að koma því ástandi í lag.
"Auðvitað viljum við vinna þessa keppni. Það eru nokkur ár frá því við unnum síðast titil og ég myndi svo gjarnan vilja spila með Liverpool á Wembley. Það gefast tvö tækifæri til að komast þangað á hverju ári og annar möguleikinn er í þessari keppni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan