| Sf. Gutt
Liverpool á erfiðan leik framundan í kvöld á Emirates leikvanginum. Rafael Benítez vill að Liverpool komist til Wembley og vinna Deildarbikarinn en til þess þarf að vinna Arsenal.
"Hugarfar og sjálfstraust okkar er alltaf það sama. Við verðum að fara þangað suður með það í huga að vinna og leikmennirnir verða tilbúnir í þann slag. Við stefnum alltaf á að vinna og komast áfram í þeim keppnum sem tökum þátt í. Fyrsta keppnin sem við getum unnið á þessari leiktíð er Carling bikarinn. Ég myndi vilja koma Liverpool á Wembley og vinna titil þar."
Liverpool á sannarlega harma að hefna í kvöld. Liðið fékk hroðalegan skell gegn Skyttunum síðast þegar liðin mættust í Deildarbikarnum. Arsenal vann 6:3 á Anfield Road í janúar 2007 og er það tap eitt það versta sem Liverpool hefur mátt þola á seinni árum.
Liverpool þarf að brjóta nokkuð þykkan ís í kvöld því liðið hefur aldrei unnið á Emirates leikvangum eftir að Arseanl hóf að leika á honum. Reyndar hefur Liverpool ekki unnið Arsenal á útivelli frá því liðið vann 1:0 á Highbury á keppnistímabilinu 1999/2000.
TIL BAKA
Stefnt á Wembley!

"Hugarfar og sjálfstraust okkar er alltaf það sama. Við verðum að fara þangað suður með það í huga að vinna og leikmennirnir verða tilbúnir í þann slag. Við stefnum alltaf á að vinna og komast áfram í þeim keppnum sem tökum þátt í. Fyrsta keppnin sem við getum unnið á þessari leiktíð er Carling bikarinn. Ég myndi vilja koma Liverpool á Wembley og vinna titil þar."
Liverpool á sannarlega harma að hefna í kvöld. Liðið fékk hroðalegan skell gegn Skyttunum síðast þegar liðin mættust í Deildarbikarnum. Arsenal vann 6:3 á Anfield Road í janúar 2007 og er það tap eitt það versta sem Liverpool hefur mátt þola á seinni árum.
Liverpool þarf að brjóta nokkuð þykkan ís í kvöld því liðið hefur aldrei unnið á Emirates leikvangum eftir að Arseanl hóf að leika á honum. Reyndar hefur Liverpool ekki unnið Arsenal á útivelli frá því liðið vann 1:0 á Highbury á keppnistímabilinu 1999/2000.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan