| Sf. Gutt
TIL BAKA
Philipp fer í bann
Philipp Degen fer í leikbann eftir brottreksturinn gegn Fulham um helgina. Liverpool reyndi að fá banninu aflétt á þeim forsendum að dóma leiksins hefði orðið á þegar hann taldi að Philipp hefði brotið það gróflega á Clint Dempsey. Flestum þótti rautt spjald rangur dómur og að gult spjald hefði nægt. Allt kom fyrir ekki og dómurinn stendur.
Þess má á hinn bóginn geta að dómari leiksins er kominn í helgarfrí frá dómgæslu í efstu deild. Það þýðir að Knattspyrnusambandið telur að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi í leik Fulham og Liverpool. Það sama gerðist með dómarann í leik Liverpool og Sunderland. Sá fékk frí í eina helgi en sneri aftur til starfa um síðustu helgi. Honum varð þá illa á í og mun vera kominn aftur í helgarfrí.
Philipp Degen fær sem sagt þriggja leikja bann og getur ekki leikið gegn Birmingham City, Manchester City og Everton. Þótt Svisslendingurinn hafi ekki komið mikið við sögu frá því hann kom til Liverpool þá veikir fjarvera hans hópinn þegar hann er eins þunnskipaður og raun ber vitni.
Eins og stuðningsmenn Liverpool vita þá var Jamie Carragher líka rekinn af velli gegn Fulham. Liverpool vill að þeim dómi verði breytt en ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort það verður gert.
Þess má á hinn bóginn geta að dómari leiksins er kominn í helgarfrí frá dómgæslu í efstu deild. Það þýðir að Knattspyrnusambandið telur að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi í leik Fulham og Liverpool. Það sama gerðist með dómarann í leik Liverpool og Sunderland. Sá fékk frí í eina helgi en sneri aftur til starfa um síðustu helgi. Honum varð þá illa á í og mun vera kominn aftur í helgarfrí.
Philipp Degen fær sem sagt þriggja leikja bann og getur ekki leikið gegn Birmingham City, Manchester City og Everton. Þótt Svisslendingurinn hafi ekki komið mikið við sögu frá því hann kom til Liverpool þá veikir fjarvera hans hópinn þegar hann er eins þunnskipaður og raun ber vitni.
Eins og stuðningsmenn Liverpool vita þá var Jamie Carragher líka rekinn af velli gegn Fulham. Liverpool vill að þeim dómi verði breytt en ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort það verður gert.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan