| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Nú þegar líður að jólum er allra veðra von. Það getur verið erfitt að spá fyrir um veður á þessum árstíma og það sama gildir um knattspyrnuna. Margt þarf að hafa í huga. Gengi liða í síðustu leikjum. Meiðslalista liðanna. Leikbönn manna. Svo gætu svínaflesna eða aðrar pestir sett strik í reikninginn. Eins gæti skipt máli hvað framkvæmdastjórarnir sögðu eða sögðu ekki fyrir leik. Veður og vallaraðstæður gætu skipt máli og hefur fátt eitt verið nefnt.

Liverpool fer til Balckburn á morgun og víst munu knattspyrnuáhugamenn spá í þennan leik eins og svo marga aðra. Hvaða þætti skyldu þeir, sem spá í úrslit leiksins, helsta hafa í huga? Líklega eru það ólíkir þættir sem hver og einn telur mikilvægasta. Mark Lawrenson er búin að sjóða saman spá og er hún hér að neðan. Þar má sjá hvað hann leggur til grundvallar. Því er spáð að það blási og rigni í Balckburn á morgun. Skyldi það skipta máli?

Fróðleiksmolar...

- Steven Gerrard spilar sinn 500. leik með Liverpool á morgun verði hann leikfær og valinn í liðið.

- Steven lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Blackburn. Sá leikur var í nóvember 1998. Liverpool vann 2:0.

- Enginn leikmaður Liverpool hefur spilað alla leikina á leiktíðinni.

- Liverpool hefur aldrei unnið tvær leiktíðir í röð á Ewood Park.
 
- Það gæti gerst nú því Liverpool vann 3:1 á síðasta keppnistímabili.

- Það er góðs viti þegar Liverpool nær forystu. Liverpool hefur ekki tapað eftir að hafa komist yfir frá því í nóvember 2008.

- Blackburn hefur aðeins skorað í helmingi deildarleikja sinna.

- Þrátt fyrir slakt gengi síðustu vikur þá tapaði Liverpool ekki í nóvember.

- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tíu talsins.

Spá Mark Lawrenson

Blackburn Rovers v Liverpool

Ég horfði á Blackburn spila við Chelsea á miðvikudaginn og mér fannst liðið spila stórvel. Liðið lék góða knattspyrnu. Það blandaði saman góðri knattspyrnu, líkamlegum styrk og föstum leikatriðum. Það léku ferskir vindar um liðið.

Það ber þó að hafa í huga að liðið kemur í þennan leik eftir að hafa leikið erfiðar 120 mínútur í bikarleik. Sá leikur gæti setið í liðinu. Sam Allardyce mætir aftur til að stjórna liðinu en ég held að Liverpool verði aðeins of sterkt fyrir liðið að þessu sinni. 

Úrskurður:  Blackburn Rovers v Liverpool 0:1.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan