| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Það er skammt stórra högga á milli, um jólin, hjá knattspyrnumönnum í ríki Elísabetar Bretadrottningar. Enn er mikilvægur leikur framundan. Með þessum leik lýkur dagskrá Liverpool á þessu Herrans ári 2009.
Það hefur gengið á ýmsu á árin sem senn kveður. Liverpool hóf árið í efsta sæti deildarinnar og missti naumlega af Englandsmeistaratitlinum. Nú í árslok á liðið erfitt uppdráttar og er svo til óþekkjanlegt frá því liði sem fór á kostum á síðasta keppnistímabili. Hvað skyldi nýárssólin boða?
- Eftir sigurinn á Úlfunum hefur Liverpool unnið þrjá af síðustu níu deildarleikjum.
- Liverpool hefur ekki tapað á Villa Park í síðustu ellefu heimsóknum sínum þangað.
- Báðir jólaleikir Liverpool í þetta sinn eru gegn liðum úr Miðlöndum Englands.
- Aston Villa er fyrsta liðið sem Liverpool leikur við í annað sinn í deildinni á þessu keppnistímabili.
- Aston Villa vann á Anfield Road í haust.
- Liverpool var í efsta sæti á síðustu jólum.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða ellefu talsins.
Það má hengja sig upp á að þessi leikur endar með jafntefli. Stjóri Villa Martin O´Neill er búinn að vinna gott starf en mér finnst nú samt að styrkur Villa sé vel útfærðar skyndisóknir. Liðið þarf næst að þróa leik sinn þannig að liðið geti brotið sterka mótherja á bak aftur. Ef liðið beitir sóknarleik gegn Liverpool þá mun Rafael Benítez láta sína menn verjast til að ná jafntefli og það á eftir að henta honum vel.
Liverpool hefur ekki verið að spila nógu vel til að ná meira en einu stigi úr þessum leik. Það hefur oft verið talið að liðið væri að hrökkva í gang en eitt stig myndi jafnvel vera skref í rétta átt.
Úrskurður: Aston Villa v Liverpool 1:1.
Það hefur gengið á ýmsu á árin sem senn kveður. Liverpool hóf árið í efsta sæti deildarinnar og missti naumlega af Englandsmeistaratitlinum. Nú í árslok á liðið erfitt uppdráttar og er svo til óþekkjanlegt frá því liði sem fór á kostum á síðasta keppnistímabili. Hvað skyldi nýárssólin boða?
Fróðleiksmolar...
- Eftir sigurinn á Úlfunum hefur Liverpool unnið þrjá af síðustu níu deildarleikjum.
- Liverpool hefur ekki tapað á Villa Park í síðustu ellefu heimsóknum sínum þangað.
- Báðir jólaleikir Liverpool í þetta sinn eru gegn liðum úr Miðlöndum Englands.
- Aston Villa er fyrsta liðið sem Liverpool leikur við í annað sinn í deildinni á þessu keppnistímabili.
- Aston Villa vann á Anfield Road í haust.
- Liverpool var í efsta sæti á síðustu jólum.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða ellefu talsins.
Spá Mark Lawrenson
Aston Villa v Liverpool
Aston Villa v Liverpool
Það má hengja sig upp á að þessi leikur endar með jafntefli. Stjóri Villa Martin O´Neill er búinn að vinna gott starf en mér finnst nú samt að styrkur Villa sé vel útfærðar skyndisóknir. Liðið þarf næst að þróa leik sinn þannig að liðið geti brotið sterka mótherja á bak aftur. Ef liðið beitir sóknarleik gegn Liverpool þá mun Rafael Benítez láta sína menn verjast til að ná jafntefli og það á eftir að henta honum vel.
Liverpool hefur ekki verið að spila nógu vel til að ná meira en einu stigi úr þessum leik. Það hefur oft verið talið að liðið væri að hrökkva í gang en eitt stig myndi jafnvel vera skref í rétta átt.
Úrskurður: Aston Villa v Liverpool 1:1.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan