| Grétar Magnússon

Leiknum gegn Tottenham frestað UPPFÆRT

Vetur konungur ræður ríkjum á Bretlandseyjum þessa dagana, mikið hefur snjóað um allt land og spáð er þónokkru frosti næstu daga.  Leiknum við Tottenham hefur því verið frestað.

Ekki er hægt að kenna grasinu á Anfield um þetta því völlurinn er upphitaður en það sem menn hafa mestar áhyggjur af er hálka á gangstéttum og götum í kringum Anfield !  Menn hafa líka áhyggjur af því hversu margir ferðast langt að til að sjá leikinn en mönnum sækist víst ferðin seint í öllum þessum snjó sem er á Englandi núna.

Næsti leikur er svo á miðvikudaginn gegn Reading í endurteknum leik í FA Bikarnum og ef veðrið fer nú ekki að skána á Englandi þá má alveg eins búast við því að þeim leik verði einnig frestað.

Talsmaður félagsins sagði:  ,,Þó svo að völlurinn sé fullkomlega í lagi og ekkert til fyrirstöðu að spila á honum þá er mikil hálka og ísing á vegum í kringum borgina og leikvanginn.  Öryggi stuðningsmanna okkar er fyrir öllu og eftir að hafa metið stöðuna og spána fyrir næstu 48 klukkustundir þá höfum við tekið þá ákvörðun að fresta leiknum.  Lögreglan á svæðinu og borgarráð tóku þátt í þessari ákvörðun."

Þar sem Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í sumar klárast Úrvalsdeildin fyrr en venjulega og því er ekki mikið svigrúm til að fresta mikið af leikjum í deild eða bikar.  Ef fer fram sem horfir mun leikjaálagið aðeins aukast eftir því sem líður á árið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan