| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool verður að vinna þennan leik hvað sem það kostar! Þetta hefur nú verið sagt fyrir alla síðustu leiki Liverpool enda verður liðið að reyna að halda í við liðin sem eru næst þeim í deildinnni og vona að þeim verði á. Eins og nú mál standa núna þá er þetta staðan sem Liverpool er í. Liðið ræður ekki sínum örlögum nema að litlum hluta og það er aldrei gott. Nú er að vona að strandbolti eða einhverjir aðrir aðskotahlutir þvælist ekki fyrir!
Eins og áður sagði verður Liverpool að vinna þennan leik hvað sem það kostar. Það myndi nefnilega setja stórt og mikið strik í bókhald Liverpool Football Club ef liðið kemst ekki í þetta fjórða sæti sem allir eru að tala um. Liverpool F. C. má mjög illa við því að komast ekki í þessa Meistaradeild sem svo miklu ræður um stöðu knattspyrnufélaga. Þetta er staðan hvort sem líkar betur eða verr!
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum.
- Liverpool hefur unnið sjö síðustu leiki sína á Anfield.
- Sunderland hefur aðeins tapað einum af síðustu níu leikjum.
- Sunderland vann fyrri leik liðanna með eina marki leiksins. Boltinn fór af strandbolta og í markið hvernig sem það getur talist löglegt mark!
- Liverpool hefur skorað sjö mörk í síðustu tveimur heimaleikjum sínum.
- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað alla deildarleiki liðsins á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða átján talsins.
Liverpool verður að vinna alla heimaleiki sína ef liðið á að eiga minnstu möguleika á að ná þessu fjórða sæti sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Liðið er ekki í bestri stöðu til að ná þessu sæti en það á alveg möguleika. Spurs, keppinautar þeirra, eiga erfiða leiki framundan eins og undanúrslitaleik í F.A. bikarnum. Það sama má segja um Aston Villa. Manchester City á svo í erfiðleikum með að sýna stöðugleika.
Sunderland spilaði núna í vikunni og þess vegna held ég að leikurinn geti verið svolítið erfiður fyrir þá. Ég held því að Liverpool muni vinna þennan leik.
Úrskurður: Liverpool v Sunderland 2:0.
Eins og áður sagði verður Liverpool að vinna þennan leik hvað sem það kostar. Það myndi nefnilega setja stórt og mikið strik í bókhald Liverpool Football Club ef liðið kemst ekki í þetta fjórða sæti sem allir eru að tala um. Liverpool F. C. má mjög illa við því að komast ekki í þessa Meistaradeild sem svo miklu ræður um stöðu knattspyrnufélaga. Þetta er staðan hvort sem líkar betur eða verr!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum.
- Liverpool hefur unnið sjö síðustu leiki sína á Anfield.
- Sunderland hefur aðeins tapað einum af síðustu níu leikjum.
- Sunderland vann fyrri leik liðanna með eina marki leiksins. Boltinn fór af strandbolta og í markið hvernig sem það getur talist löglegt mark!
- Liverpool hefur skorað sjö mörk í síðustu tveimur heimaleikjum sínum.
- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað alla deildarleiki liðsins á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða átján talsins.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Sunderland
Liverpool verður að vinna alla heimaleiki sína ef liðið á að eiga minnstu möguleika á að ná þessu fjórða sæti sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Liðið er ekki í bestri stöðu til að ná þessu sæti en það á alveg möguleika. Spurs, keppinautar þeirra, eiga erfiða leiki framundan eins og undanúrslitaleik í F.A. bikarnum. Það sama má segja um Aston Villa. Manchester City á svo í erfiðleikum með að sýna stöðugleika.
Sunderland spilaði núna í vikunni og þess vegna held ég að leikurinn geti verið svolítið erfiður fyrir þá. Ég held því að Liverpool muni vinna þennan leik.
Úrskurður: Liverpool v Sunderland 2:0.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan