| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Roy Hodgson ákveður sig á morgun
Roy Hodgson segist ætla að taka ákvörðun um það á morgun hvort hann muni kalla einhverja af HM-leikmönnum liðsins til fyrir slaginn við Rabotnicki í forkeppni Evrópudeildarinnar í Makedóníu á fimmtudaginn.
Roy Hodgson segist ætla að ráðfæra sig vandlega við lækna og sjúkraþjálfara félagsins áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann leyfir þeim stóra hópi leikmanna félagsins sem tók þátt í HM á dögunum að eiga náðuga daga á Melwood meðan liðsfélagar þeirra halda til Makedóníu, eða hvort hann freistast til að nota einhverja þeirra í leiknum.
Alls tóku 12 leikmenn Liverpool þátt í HM og nú hafa Joe Cole og Milan Jovanovic bæst í okkar raðir þannig að það eru í raun 14 HM-leikmenn í röðum félagsins í dag.
,,Ég mun ræða við lækni, sjúkraþjálfara og leikmennina sjálfa í dag og taka ávörðun í framhaldi af því. Ég get lofað aðdáendum Liverpool að ákvörðunin, hver sem hún verður, mun verða sú sem við teljum að gagnist félaginu best. Við þurfum auðvitað að vinna leikinn, en við megum heldur ekki líta fram hjá því að HM-leikmennirnir hafa ekki enn fengið nægilega hvíld", segir Hodgson í samtali við Daily Post.
,,Þetta verður ekki létt ákvörðun því helst vildi ég gefa þeim öllum lengri tíma til að jafna sig, en á móti kemur að ég vil líka gjarnan nota þá í leiknum."
,,Ég get þó sagt það með fullri vissu að ef ég tek einhvern þeirra með til Makedóníu þá verður það í þeim tilgangi að viðkomandi spili megnið af leiknum. Ég mun ekki taka Steven Gerrard með og láta hann sitja á bekknum. Það er klárt."
Hodgson bætir því við að Alberto Aquilani verði líklega orðinn leikfær á fimmtudag, en hann var sendur heim til Liverpool frá Sviss á dögunum eftir að hafa orðið fyrir smávægilegu hnjaski.
,, Peter Brukner (læknir Liverpool liðsins) sagði mér að Alberto hefði verið farinn að hlaupa um leið og hann kom heim þannig að meiðsl hans voru sem betur fer ekki alvarleg. Ég reikna með að hann verði með í Makedóníu."
Roy Hodgson segist ætla að ráðfæra sig vandlega við lækna og sjúkraþjálfara félagsins áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann leyfir þeim stóra hópi leikmanna félagsins sem tók þátt í HM á dögunum að eiga náðuga daga á Melwood meðan liðsfélagar þeirra halda til Makedóníu, eða hvort hann freistast til að nota einhverja þeirra í leiknum.
Alls tóku 12 leikmenn Liverpool þátt í HM og nú hafa Joe Cole og Milan Jovanovic bæst í okkar raðir þannig að það eru í raun 14 HM-leikmenn í röðum félagsins í dag.
,,Ég mun ræða við lækni, sjúkraþjálfara og leikmennina sjálfa í dag og taka ávörðun í framhaldi af því. Ég get lofað aðdáendum Liverpool að ákvörðunin, hver sem hún verður, mun verða sú sem við teljum að gagnist félaginu best. Við þurfum auðvitað að vinna leikinn, en við megum heldur ekki líta fram hjá því að HM-leikmennirnir hafa ekki enn fengið nægilega hvíld", segir Hodgson í samtali við Daily Post.
,,Þetta verður ekki létt ákvörðun því helst vildi ég gefa þeim öllum lengri tíma til að jafna sig, en á móti kemur að ég vil líka gjarnan nota þá í leiknum."
,,Ég get þó sagt það með fullri vissu að ef ég tek einhvern þeirra með til Makedóníu þá verður það í þeim tilgangi að viðkomandi spili megnið af leiknum. Ég mun ekki taka Steven Gerrard með og láta hann sitja á bekknum. Það er klárt."
Hodgson bætir því við að Alberto Aquilani verði líklega orðinn leikfær á fimmtudag, en hann var sendur heim til Liverpool frá Sviss á dögunum eftir að hafa orðið fyrir smávægilegu hnjaski.
,, Peter Brukner (læknir Liverpool liðsins) sagði mér að Alberto hefði verið farinn að hlaupa um leið og hann kom heim þannig að meiðsl hans voru sem betur fer ekki alvarleg. Ég reikna með að hann verði með í Makedóníu."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan