| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Hef ekki sýnt mitt besta ennþá
Milan Jovanovic segir að stuðningsmenn félagsins eigi enn eftir að sjá sínar bestu hliðar. Serbinn segist ætla að leggja hart að sér til að komast í toppform.
Jovanovic hefur verið fastamaður í liði Hodgson á tímabilinu og frammistaða hans gegn Birmingham á sunnudaginn var kannski hans besta til þessa. Honum finnst hann sjálfur hægt og bítandi vera að venjast enska boltanum eftir að hafa komið frá Standard Liege í sumar en segist þó eiga mikið inni.
,,Ég er mun jákvæðari nú," sagði hann. ,,Ég er alltaf hreinskilinn. Ef ég á slakan leik þá viðurkenni ég það og verð ekki ánægður en hjá Liverpool verður maður ávallt að skila sínu besta fyrir liðið. Ég var ánægður með spilamennskuna gegn Birmingham en ég veit að ég get gert betur. Ég hef ekki átt stoðsendingu eða skorað mark en ég er að reyna að breyta því."
,,Ég er agaður leikmaður og er að reyna að búa til skilning milli mín og annara leikmanna. Ég er ekki í mínu besta formi en mér finnst ég vera að bæta mig og það er gott. Ég get spilað betur en ég hef sýnt til þessa. Ég veit að ég get skorað mörk og skapað þau fyrir liðsfélaga mína. Ég er viss um það. Þegar það gerist verð ég hamingjusamasti maður í heimi."
Jafnteflið á sunnudaginn þýðir að Liverpool eru í 13. sæti í deildinni með fimm stig eftir fjóra leiki. Byrjunin gæti verið betri en Jovanovic telur að það hafi verið margir jákvæðir punktar í þessu jafntefli og telur hann að liðið geti bráðlega farið að klifra upp töfluna.
,,Þetta var erfiður leikur en mér fannst við spila ágætlega. Við stjórnuðum hlutunum vel á stundum í leiknum en þurfum að bæta okkur í öðrum. En við verðum að halda áfram að spila með þessum styrkleika. Ef við höldum boltanum og stjórnum leiknum, verður það mun auðveldara fyrir okkur að skapa færi og við verðum hættulegri þegar við sækjum. En samt, þá fannst mér þessi frammistaða betri en í síðustu tveim leikjum."
,,Við spiluðum fast, við vorum agaðir og reyndum að vera hættulegir framávið. Þetta mun taka tíma vegna þess að við erum með marga nýja leikmenn. En ef við getum komið boltanum á Stevie, þá verður liðið mun betra. Ég er ekki í vafa um það að við færumst upp töfluna fljótlega. Úrvalsdeildin er erfið en við erum Liverpool. Það er það sem skiptir máli."
,,Við höfum verið að reyna að vinna alla leiki og vonandi gerum við það á fimmtudagskvöldið. Það verður erfitt en við munum gera okkar besta eins og alltaf."
Jovanovic hefur verið fastamaður í liði Hodgson á tímabilinu og frammistaða hans gegn Birmingham á sunnudaginn var kannski hans besta til þessa. Honum finnst hann sjálfur hægt og bítandi vera að venjast enska boltanum eftir að hafa komið frá Standard Liege í sumar en segist þó eiga mikið inni.
,,Ég er mun jákvæðari nú," sagði hann. ,,Ég er alltaf hreinskilinn. Ef ég á slakan leik þá viðurkenni ég það og verð ekki ánægður en hjá Liverpool verður maður ávallt að skila sínu besta fyrir liðið. Ég var ánægður með spilamennskuna gegn Birmingham en ég veit að ég get gert betur. Ég hef ekki átt stoðsendingu eða skorað mark en ég er að reyna að breyta því."
,,Ég er agaður leikmaður og er að reyna að búa til skilning milli mín og annara leikmanna. Ég er ekki í mínu besta formi en mér finnst ég vera að bæta mig og það er gott. Ég get spilað betur en ég hef sýnt til þessa. Ég veit að ég get skorað mörk og skapað þau fyrir liðsfélaga mína. Ég er viss um það. Þegar það gerist verð ég hamingjusamasti maður í heimi."
Jafnteflið á sunnudaginn þýðir að Liverpool eru í 13. sæti í deildinni með fimm stig eftir fjóra leiki. Byrjunin gæti verið betri en Jovanovic telur að það hafi verið margir jákvæðir punktar í þessu jafntefli og telur hann að liðið geti bráðlega farið að klifra upp töfluna.
,,Þetta var erfiður leikur en mér fannst við spila ágætlega. Við stjórnuðum hlutunum vel á stundum í leiknum en þurfum að bæta okkur í öðrum. En við verðum að halda áfram að spila með þessum styrkleika. Ef við höldum boltanum og stjórnum leiknum, verður það mun auðveldara fyrir okkur að skapa færi og við verðum hættulegri þegar við sækjum. En samt, þá fannst mér þessi frammistaða betri en í síðustu tveim leikjum."
,,Við spiluðum fast, við vorum agaðir og reyndum að vera hættulegir framávið. Þetta mun taka tíma vegna þess að við erum með marga nýja leikmenn. En ef við getum komið boltanum á Stevie, þá verður liðið mun betra. Ég er ekki í vafa um það að við færumst upp töfluna fljótlega. Úrvalsdeildin er erfið en við erum Liverpool. Það er það sem skiptir máli."
,,Við höfum verið að reyna að vinna alla leiki og vonandi gerum við það á fimmtudagskvöldið. Það verður erfitt en við munum gera okkar besta eins og alltaf."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan