| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Þetta hefur verið pirrandi
Glen Johnson sneri aftur í byrjunarlið Liverpool gegn West Ham og fagnaði því með því að skora gegn sínu gamla félagi. Hann segir að þungu fargi sé af sér létt eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.
Johnson missti af átta leikjum í röð en hann kom til baka með stæl þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn West Ham. Boltinn datt niður dauður í vítateignum eftir hornspyrnu og var hann fyrstur til að átta sig og þrumaði boltanum í netið.
,,Það er frábært að vera kominn til baka," sagði Johnson í viðtali. ,,Enginn leikmaður vill vera fastur á sjúkrabekknum og þetta hefur verið pirrandi fyrir mig. Ég kom til baka úr meiðslum og meiddist strax aftur, en það er hluti af knattspyrnunni og vonandi er það allt búið núna."
,,Mér leið vel gegn West Ham og vonandi get ég haldið mér meiðslalausum núna."
Johnson sagðist einnig fúslega viðurkenna það að hann hafi ekki verið að spila vel það sem af er tímabils.
,,Ég þurfti ekki að heyra það frá stjóranum að ég hef ekki verið uppá mitt besta, ég er hreinskilinn maður og ég veit hversu vel ég get spilað, það var því gott að ná að skora í dag," sagði Johnson.
,,Það er alltaf gott að losna af sjúkrabekknum og auðvitað er það enn betra þegar maður snýr til baka með marki. Ég hef misst af nokkuð mörgum leikjum og ég var því ólmur að snúa til baka."
Fyrri hálfleikur leikmanna liðsins gegn West Ham var hreint frábær og þrjú mörk litu dagsins ljós. Johnson segir að það hafi verið ánægjulegt að spila í þessum leik.
,,Þetta var frábær fyrri hálfleikur og það var mikilvægt að koma til baka eftir tap í síðasta leik. Við reyndum að setja pressu á þá frá byrjun. Við hefðum viljað skora fleiri mörk en Robert Green varði nokkrum sinnum frábærlega, og þegar maður er með 3-0 forystu í hálfleik þá er það stundum svolítið erfitt því mótherjinn leggur þá enn frekar áherslu á vörnina til að koma í veg fyrir að maður skori fleiri mörk."
Nú er vika í næsta leik gegn Tottenham á útivelli og það ætti að nýtast mönnum vel til að undirbúa sig fyrir þann stórleik.
,,Tottenham náðu frábærum úrslitum gegn Arsenal (lentu 2-0 undir en unnu 3-2) og þetta verður því erfiður leikur en við förum þangað með gott sjálfstraust," bætti Johnson við.
,,Við þurfum að komast aftur á sigurbraut og reyna að komast upp töfluna í sæti sem við viljum vera í."
Johnson missti af átta leikjum í röð en hann kom til baka með stæl þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn West Ham. Boltinn datt niður dauður í vítateignum eftir hornspyrnu og var hann fyrstur til að átta sig og þrumaði boltanum í netið.
,,Það er frábært að vera kominn til baka," sagði Johnson í viðtali. ,,Enginn leikmaður vill vera fastur á sjúkrabekknum og þetta hefur verið pirrandi fyrir mig. Ég kom til baka úr meiðslum og meiddist strax aftur, en það er hluti af knattspyrnunni og vonandi er það allt búið núna."
,,Mér leið vel gegn West Ham og vonandi get ég haldið mér meiðslalausum núna."
Johnson sagðist einnig fúslega viðurkenna það að hann hafi ekki verið að spila vel það sem af er tímabils.
,,Ég þurfti ekki að heyra það frá stjóranum að ég hef ekki verið uppá mitt besta, ég er hreinskilinn maður og ég veit hversu vel ég get spilað, það var því gott að ná að skora í dag," sagði Johnson.
,,Það er alltaf gott að losna af sjúkrabekknum og auðvitað er það enn betra þegar maður snýr til baka með marki. Ég hef misst af nokkuð mörgum leikjum og ég var því ólmur að snúa til baka."
Fyrri hálfleikur leikmanna liðsins gegn West Ham var hreint frábær og þrjú mörk litu dagsins ljós. Johnson segir að það hafi verið ánægjulegt að spila í þessum leik.
,,Þetta var frábær fyrri hálfleikur og það var mikilvægt að koma til baka eftir tap í síðasta leik. Við reyndum að setja pressu á þá frá byrjun. Við hefðum viljað skora fleiri mörk en Robert Green varði nokkrum sinnum frábærlega, og þegar maður er með 3-0 forystu í hálfleik þá er það stundum svolítið erfitt því mótherjinn leggur þá enn frekar áherslu á vörnina til að koma í veg fyrir að maður skori fleiri mörk."
Nú er vika í næsta leik gegn Tottenham á útivelli og það ætti að nýtast mönnum vel til að undirbúa sig fyrir þann stórleik.
,,Tottenham náðu frábærum úrslitum gegn Arsenal (lentu 2-0 undir en unnu 3-2) og þetta verður því erfiður leikur en við förum þangað með gott sjálfstraust," bætti Johnson við.
,,Við þurfum að komast aftur á sigurbraut og reyna að komast upp töfluna í sæti sem við viljum vera í."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan