| Heimir Eyvindarson

Kenny búinn að velja liðið

Kenny Dalglish er búinn að velja liðið sem mætir Manchester United í FA bikarkeppninni í dag. M esta athygli vekur að enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson er ekki í hópnum í dag. Kona hans er við það að fæða þeim barn þannig að hann er löglega afsakaður. Vinstri bakvörðurinn Paul Konchesky er ekki heldur í hópnum og engar sérstakar skýringar hafa verið gefnar á því þannig að líklegast er að hann hafi einfaldlega ekki hlotið náð fyrir augum Dalglish. Víst er að fáir stuðningsmenn Liverpool munu gráta þessa ákvörðun nýja stjórans.

Joe Cole er ekki heldur í hópnum, en hann mun hafa meiðst lítillega. Martin Kelly, Daniel Agger og Fabio Aurelio koma allir inn í liðið og þá kemur Raul Meireles aftur inn eftir meiðsli.

Liðið í dag er þannig skipað: Reina, Aurelio, Kelly, Agger, Skrtel, Meireles, Lucas, Maxi, Kuyt, Gerrard og Torres.
Varamenn eru þeir Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Shelvey, Poulsen, Ngog og Babel.

Gangi þér og þínum allt í hag Kenny!

You´ll Never Walk Alone!!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan