| Heimir Eyvindarson

Slær Sterling met Robinson?

Talið er líklegt að Kenny Dalglish velji hinn unga Raheem Sterling í hópinn sem mætir Sparta Prag í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Ef hann kemur inn á verður hann yngsti leikmaður í sögu félagsins.

Raheem Sterling er eldfljótur og leikinn kantmaður. Hann var keyptur frá QPR í fyrravetur á hálfa milljón punda, en sú upphæð getur reyndar hækkað ef Sterling lætur mikið að sér kveða í framtíðinni.

Miðað við framgöngu Sterling eftir að hann kom til Liverpool verður að teljast frekar líklegt að Liverpool muni á endanum borga eitthvað aðeins meira fyrir strákinn, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir snerpu sína og leikni. Hann skoraði t.d. 5 mörk í stórsigri ungmennaliðs Liverpool á Southend á mánudaginn.

Kenny Dalglish hefur nú úthlutað Sterling númeri í aðalliðinu og samkvæmt Tony Barrett blaðamanni The Times mun Dalglish ætla sér að taka hann með til Prag, ásamt fleiri drengjum úr ungmennaliðinu.

Fari svo að Sterling fái að spreyta sig í Prag verður hann yngsti leikmaður Liverpool frá upphafi til að koma inn á í alvöruleik með aðalliðinu. Á fimmtudag verður Sterling 16 ára og 71 dags gamall, en fyrra metið á félagi hans í ungmennaliðinu, Jack Robinson, sem kom inn á í 2 mínútur í lokaleik tímabilsins 2009-2010. Gegn Hull. Þá var Robinson 16 ára og 250 daga gamall.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan