| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tilþrifalítið jafntefli í Prag
Liverpool og Sparta Prag gerðu markalaust jafntefli í daufum leik í Evrópudeildinni í kvöld. Seinni leikur liðanna verður á Anfield eftir viku.
Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn í Evrópukeppni, en öll árin sem hann var við stjórnvölinn hjá Liverpool var liðið í banni frá Evrópukeppni í kjölfar harmleiksins á Heysel.
Dalglish skildi Steven Gerrard og Daniel Agger eftir heima, en þeir eru að jafna sig af meiðslum. Christian Poulsen varð einnig eftir þar sem kona hans er við það að fæða þeim barn.
En þrátt fyrir að þessir þrír leikmenn hafi orðið eftir í Bítlaborginni var Liverpool hreint ekki fáliðað í höfuðborg Tékklands því Dalglish ákvað að taka gríðarstóran hóp leikmanna með sér í þetta verkefni.
Unglingarnir Conor Coady, John Flanagan, Jack Robinson, Raheem Sterling og Tom Ince voru teknir með, sem og Andy Carroll sem enn er á meiðslalistanum þótt hann sé byrjaður að æfa lítillega með liðinu.
Talsverð eftirvænting ríkti fyrir leikinn um það hvort Dalglish myndi leyfa hinum unga Raheem Sterling að spreyta sig, en ef Sterling hefði komið við sögu í leiknum hefði hann orðið yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að koma inn á í alvöruleik. Þegar flautað var til leiks var þó ljóst að engin slík met yrðu slegin í kvöld því Sterling varð að gera sér að góðu að fylgjast með leiknum úr stúkunni.
Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og ekkert kvað að okkar mönnum fyrr en eftir 14 mínútna leik þegar fyrsta hornspyrnan leit dagsins ljós. Raúl Meireles tók hana en Spartverjar bægðu hættunni auðveldlega frá.
Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik. Liverpool lék boltanum ágætlega á milli sín en það var lítil sem engin ógn í spili okkar manna. Talsvert var gert af því að dæla löngum boltum fram Á David N´Gog sem var einn frammi, en lítið kom út úr þeim tilraunum, enda var villimaðurinn Tomas Repka með Frakkann í strangri gæslu.
Raunar var barátta Repka og N´Gog kannski það í fyrri hálfleiknum, sem segir sína sögu um gæði og skemmtanagildi leiksins. Tékkinn var greinilega mjög einbeittur í því að leyfa hinum unga Frakka ekki að komast upp með neitt múður og mætti hverri hreyfingu N´Gog af mikilli hörku. Á 39. mínútu ákvað dómarinn að reyna að kæla þá félaga aðeins niður og sýndi þeim báðum gula spjaldið.
Það má segja að þetta hafi verið það eina merkilega sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum, fyrir utan það að Fabio Aurelio þurfti að fara af velli á 37. mínútu. Í hans stað kom Joe Cole.
Liverpool átti eina marktilraun í hálfleiknum, þegar David N´Gog skallaði langt fram hjá eftir hornspyrnu frá Meireles.
Staðan 0-0 í hálfleik og ekkert að gerast í kuldanum í Prag.
Liðin komu óbreytt til leiks í síðar hálfleik og leikurinn var nánast eins fyrstu mínútur hálfleiksins. Liverpool var heldur meira með boltann en ógnaði ekkert. Smám saman lifnaði þó örlítið yfir okkar mönnum og þeir fóru að gera sig líklega til að gera heimamönnum skráveifu.
Sérstaklega var Glen Johnson líklegur til afreka, en hann átti nokkrar ágætar rispur upp hægri kantinn.
Á 69. mínútu fékk Johnson einmitt besta færi leiksins þegar hann geystist inn í teig Spartverja, sneri af sér varnarmennina einn af öðrum og kom sér í ágæta skotstöðu. Hann kaus hinsvegar að reyna að sneiða boltann með hægri fæti í fjærhornið þegar hann lá kannski betur fyrir þeim vinstri og boltinn fór fram hjá. Ágætis rispa engu að síður og gaf vonir um að eitthvað skemmtilegt gæti gerst í leiknum.
Sú ósk rættist ekki. Eftirminnilegasta augnablik síðari hálfleiks var þegar blys var sprengt í stúkunni fyrir aftan mark Liverpool og leikvangurinn fylltist af reyk. Stöðva þurfti leikinn í tvær mínútur vegna þessa.
Það var varla að hægt væri að greina leikmenn í sjónvarpinu, hvað þá boltann, þegar leikurinn fór í gang á ný. Hvort lélegt skyggni var ástæðan skal ósagt látið, en í fyrstu sókn heimamanna eftir þetta hlé fengu þeir besta færi leiksins. Kweuke valsaði þá skyndilega laus í vítateig okkar manna og skaut úr opnu færi af 7-8 metrum. Sem betur fer var Reina vel á verði í markinu og varði skotið.
Á 81. mínútu fékk Joe Cole gult spjald fyrir að rífa niður mótherja. Þremur mínútum síðar kom Martin Skrtel inn á fyrir David N´Gog. Skrtel, sem er Slóvaki, uppskar talsvert baul frá frændum sínum Tékkum.
Eftir þriggja mínútna uppbótartíma var leikurinn loks á enda.
Niðurstaðan 0-0 sem getur svo sem talist ágætt veganesti í seinni leikinn á Anfield eftir viku, en það breytir því ekki að frammistaða Liverpool í kvöld var ekki nægilega góð. Fyrsti Evrópuleikurinn undir stjórn King Kenny fer allavega ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.
Liverpool: Reina, Carragher, Johnson, Kyrgiakos, Wilson, Rodriguez, Leiva, Meireles, N`Gog (Skrtel, 84. mín.), Aurelio (Cole, 37. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Kelly, Jovanovic og Coady.
Gul spjöld: David N`Gog og Joe Cole
Sparta Prag: Blazec, Kusnir, Repka, Brabec, Pamic, Keric (Sionko, 74. mín.), Matejovsky (Pekhart, 90. mín.), Abena Biholong, Vacek, Kadlec (Zeman, 89. mín.) og Kweuke. Ónotaðir varamenn: Zitka, Podany, Bondoa og Husek.
Gult spjald: Tomas Repka
Áhorfendur á Generali Arena: 17,569
Maður leiksins: Danny Wilson. Þessi ungi strákur stóð vaktina vel varnarlega á vinstri vængnum, þrátt fyrir að fá litla sem enga hjálp frá arfaslökum Maxi Rodriguez. Wilson var öruggur og yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum og lofar svo sannarlega góðu.
Kenny Dalglish: Núll núll voru ekki bestu úrslitin sem við hefðum getað náð hér í kvöld, en ekki þau verstu heldur. Það jákvæða við leikinn er að við gátum leyft mönnum sem hafa staðið utan við aðalliðið að spreyta sig. Kyrgiakos stóð sig vel, sem og Danny Wilson. David N`Gog fékk að byrja leikinn og svo kom Joe Cole inn í þetta. Það var gott fyrir þá alla að fá að vera með hér í kvöld.
Fróðleikur
- Kenny Dalglish er níundi framkvæmdastjórinn sem stjórnar Liverpool í Evrópuleik.
- Þótt þetta hafi verið í fyrsta sinn sem King Kenny stjórnaði Liverpool í Evrópukeppni hefur hann þó reynslu af því að stýra liðum í slíkum keppnum, en bæði Blackburn og Newcastle spreyttu sig í Evrópu undir hans stjórn.
- Það kann að vita á gott að Liverpool mæti tékknesku liði í Evrópukeppninni í ár. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst, en það var á leiktíðinni 2000-2001 en þá mætti liðið Slovan Liberec. Eins og menn muna þá sigraði Liverpool keppnina 2001 eftir æsilegan úrslitaleik við Alaves frá Spáni.
- Liverpool er ósigrað í Evrópudeildinni í ár, með sex sigra og fimm jafntefli.
- Liverpool hefur nú spilað sjö leiki í röð án taps. Það er lengsta taplausa hrina liðsins síðan í maí 2009.
- Joe Cole lék sinn 20. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvívegis.
- Conor Coady komst í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
- Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
- Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn í Evrópukeppni, en öll árin sem hann var við stjórnvölinn hjá Liverpool var liðið í banni frá Evrópukeppni í kjölfar harmleiksins á Heysel.
Dalglish skildi Steven Gerrard og Daniel Agger eftir heima, en þeir eru að jafna sig af meiðslum. Christian Poulsen varð einnig eftir þar sem kona hans er við það að fæða þeim barn.
En þrátt fyrir að þessir þrír leikmenn hafi orðið eftir í Bítlaborginni var Liverpool hreint ekki fáliðað í höfuðborg Tékklands því Dalglish ákvað að taka gríðarstóran hóp leikmanna með sér í þetta verkefni.
Unglingarnir Conor Coady, John Flanagan, Jack Robinson, Raheem Sterling og Tom Ince voru teknir með, sem og Andy Carroll sem enn er á meiðslalistanum þótt hann sé byrjaður að æfa lítillega með liðinu.
Talsverð eftirvænting ríkti fyrir leikinn um það hvort Dalglish myndi leyfa hinum unga Raheem Sterling að spreyta sig, en ef Sterling hefði komið við sögu í leiknum hefði hann orðið yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að koma inn á í alvöruleik. Þegar flautað var til leiks var þó ljóst að engin slík met yrðu slegin í kvöld því Sterling varð að gera sér að góðu að fylgjast með leiknum úr stúkunni.
Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og ekkert kvað að okkar mönnum fyrr en eftir 14 mínútna leik þegar fyrsta hornspyrnan leit dagsins ljós. Raúl Meireles tók hana en Spartverjar bægðu hættunni auðveldlega frá.
Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik. Liverpool lék boltanum ágætlega á milli sín en það var lítil sem engin ógn í spili okkar manna. Talsvert var gert af því að dæla löngum boltum fram Á David N´Gog sem var einn frammi, en lítið kom út úr þeim tilraunum, enda var villimaðurinn Tomas Repka með Frakkann í strangri gæslu.
Raunar var barátta Repka og N´Gog kannski það í fyrri hálfleiknum, sem segir sína sögu um gæði og skemmtanagildi leiksins. Tékkinn var greinilega mjög einbeittur í því að leyfa hinum unga Frakka ekki að komast upp með neitt múður og mætti hverri hreyfingu N´Gog af mikilli hörku. Á 39. mínútu ákvað dómarinn að reyna að kæla þá félaga aðeins niður og sýndi þeim báðum gula spjaldið.
Það má segja að þetta hafi verið það eina merkilega sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum, fyrir utan það að Fabio Aurelio þurfti að fara af velli á 37. mínútu. Í hans stað kom Joe Cole.
Liverpool átti eina marktilraun í hálfleiknum, þegar David N´Gog skallaði langt fram hjá eftir hornspyrnu frá Meireles.
Staðan 0-0 í hálfleik og ekkert að gerast í kuldanum í Prag.
Liðin komu óbreytt til leiks í síðar hálfleik og leikurinn var nánast eins fyrstu mínútur hálfleiksins. Liverpool var heldur meira með boltann en ógnaði ekkert. Smám saman lifnaði þó örlítið yfir okkar mönnum og þeir fóru að gera sig líklega til að gera heimamönnum skráveifu.
Sérstaklega var Glen Johnson líklegur til afreka, en hann átti nokkrar ágætar rispur upp hægri kantinn.
Á 69. mínútu fékk Johnson einmitt besta færi leiksins þegar hann geystist inn í teig Spartverja, sneri af sér varnarmennina einn af öðrum og kom sér í ágæta skotstöðu. Hann kaus hinsvegar að reyna að sneiða boltann með hægri fæti í fjærhornið þegar hann lá kannski betur fyrir þeim vinstri og boltinn fór fram hjá. Ágætis rispa engu að síður og gaf vonir um að eitthvað skemmtilegt gæti gerst í leiknum.
Sú ósk rættist ekki. Eftirminnilegasta augnablik síðari hálfleiks var þegar blys var sprengt í stúkunni fyrir aftan mark Liverpool og leikvangurinn fylltist af reyk. Stöðva þurfti leikinn í tvær mínútur vegna þessa.
Það var varla að hægt væri að greina leikmenn í sjónvarpinu, hvað þá boltann, þegar leikurinn fór í gang á ný. Hvort lélegt skyggni var ástæðan skal ósagt látið, en í fyrstu sókn heimamanna eftir þetta hlé fengu þeir besta færi leiksins. Kweuke valsaði þá skyndilega laus í vítateig okkar manna og skaut úr opnu færi af 7-8 metrum. Sem betur fer var Reina vel á verði í markinu og varði skotið.
Á 81. mínútu fékk Joe Cole gult spjald fyrir að rífa niður mótherja. Þremur mínútum síðar kom Martin Skrtel inn á fyrir David N´Gog. Skrtel, sem er Slóvaki, uppskar talsvert baul frá frændum sínum Tékkum.
Eftir þriggja mínútna uppbótartíma var leikurinn loks á enda.
Niðurstaðan 0-0 sem getur svo sem talist ágætt veganesti í seinni leikinn á Anfield eftir viku, en það breytir því ekki að frammistaða Liverpool í kvöld var ekki nægilega góð. Fyrsti Evrópuleikurinn undir stjórn King Kenny fer allavega ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi.
Liverpool: Reina, Carragher, Johnson, Kyrgiakos, Wilson, Rodriguez, Leiva, Meireles, N`Gog (Skrtel, 84. mín.), Aurelio (Cole, 37. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Kelly, Jovanovic og Coady.
Gul spjöld: David N`Gog og Joe Cole
Sparta Prag: Blazec, Kusnir, Repka, Brabec, Pamic, Keric (Sionko, 74. mín.), Matejovsky (Pekhart, 90. mín.), Abena Biholong, Vacek, Kadlec (Zeman, 89. mín.) og Kweuke. Ónotaðir varamenn: Zitka, Podany, Bondoa og Husek.
Gult spjald: Tomas Repka
Áhorfendur á Generali Arena: 17,569
Maður leiksins: Danny Wilson. Þessi ungi strákur stóð vaktina vel varnarlega á vinstri vængnum, þrátt fyrir að fá litla sem enga hjálp frá arfaslökum Maxi Rodriguez. Wilson var öruggur og yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum og lofar svo sannarlega góðu.
Kenny Dalglish: Núll núll voru ekki bestu úrslitin sem við hefðum getað náð hér í kvöld, en ekki þau verstu heldur. Það jákvæða við leikinn er að við gátum leyft mönnum sem hafa staðið utan við aðalliðið að spreyta sig. Kyrgiakos stóð sig vel, sem og Danny Wilson. David N`Gog fékk að byrja leikinn og svo kom Joe Cole inn í þetta. Það var gott fyrir þá alla að fá að vera með hér í kvöld.
Fróðleikur
- Kenny Dalglish er níundi framkvæmdastjórinn sem stjórnar Liverpool í Evrópuleik.
- Þótt þetta hafi verið í fyrsta sinn sem King Kenny stjórnaði Liverpool í Evrópukeppni hefur hann þó reynslu af því að stýra liðum í slíkum keppnum, en bæði Blackburn og Newcastle spreyttu sig í Evrópu undir hans stjórn.
- Það kann að vita á gott að Liverpool mæti tékknesku liði í Evrópukeppninni í ár. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst, en það var á leiktíðinni 2000-2001 en þá mætti liðið Slovan Liberec. Eins og menn muna þá sigraði Liverpool keppnina 2001 eftir æsilegan úrslitaleik við Alaves frá Spáni.
- Liverpool er ósigrað í Evrópudeildinni í ár, með sex sigra og fimm jafntefli.
- Liverpool hefur nú spilað sjö leiki í röð án taps. Það er lengsta taplausa hrina liðsins síðan í maí 2009.
- Joe Cole lék sinn 20. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvívegis.
- Conor Coady komst í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
- Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
- Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan