Mark spáir í spilin
Nú er öldin önnur þótt árið sé hið sama. Kenny Dalglish er nýbúinn að stjórna Liverpool til sigurs í 200. sinn. Reyndar ekki á árinu en það mætti reyndar halda að Liverpool hefði náð að minnsta kosti 100 sigrum í ár. Kóngurinn er hylltur oft á hverjum leik og það er enginn vafi á því að útlitið er bjartara en það hefur verið um langt skeið. Það var nefnilega ekki bara drungalegt veður á Anfield á fyrsta degi ársins. Það þarf að vinna titla á þessu keppnistímabili og ná Evrópusæti. Þetta tekst vonandi allt en hvort sem allt gengur að óskum eða ekki þá er á hreinu að öldin er önnur á Anfield!
Liverpool v Bolton Wanderes
Hjá Liverpool eru menn ánægðir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum og sérstaklega var sigurinn gegn Arsenal um síðustu helgi ánægjulegur. Við sáum í þeim leik að byrjunarlið Liverpool er sterkara en á síðasta keppnistímabili en að auki hefur Kenny Dalglish núna menn á bekknum sem geta breytt gangi leikja. Liðið á líka eftir að verða enn betra.
Andy Carroll skoraði hörkumark gegn Exeter í Deildarbikarnum í miðri viku en hann hefur samt ekki leikið mjög vel núna í upphafi leiktíðar. Það verður áhugavert að sjá hvar Andy passar í liðið þegar Steven Gerrard verður aftur orðinn leikfær. Það er spurning hvernig Kenny lætur liðið spila þá. En núna þarf Andy bara að spila til að komast aftur í form því hann hefur ekki spilað mikið vegna meiðsla frá því hann kom frá Newcastle.
Bolton getur vel skorað mörk og það er kannski svolítið óvænt því þeir misstu Johan Elmander og Daniel Sturridge eftir síðustu sparktíð. Mér sýnist liðið gott og það þrátt fyrir tap fyrir Manchester City fyrr í vikunni. Liðið gafst aldrei upp í þeim leik en ég held þeir hafi ekkert upp úr krafsinu á Anfield.
Spá: 2:0.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn á Melwood.
Til minnis!
- Kenny Dalglish vann sinn 200. leik sem stjóri Liverpool gegn Exeter.
- Liverpool vann leik þessara liða 2:1 Anfield á síðustu leiktíð.
- Það var síðasti leikurinn sem Liverpool vann undir stjórn Roy Hodgson.
- Liverpool getur náð sjö stigum með sigri í þremur leikjum.
- Á síðasta keppnistímabili þurfti níu leiki til að ná sjö stigum.
- Luis Suarez hefur skorað í öllum þremur leikjum Liverpool á leiktíðinni.
- Andy Carroll hefur aðeins skorað í einum af síðustu níu deildarleikjum.
- Bolton hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö heimsóknum á Anfield.
Síðast!
Liverpool hóf nýtt ár, í kulda og rigningu, með naumum sigri á Bolton á Anfield Road. Bolton komst yfir með marki Kevin Davies en Fernando Torres jafnaði metin. Pressan á Roy Hodgson var gríðarlega mikil fyrir leikinn og honum var sýnilega mjög létt þegar Joe Cole skoraði sigurmarkið á allra síðustu stundu. Átta dögum, og einum tapleik, seinna var hann farinn og Kenny Dalglish tekinn við!
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað