Mark spáir í spilin
Næsta sumar gæti reyndar farið svo að breskir leikmenn á borð við Skotann Charlie Adam og Veilsverjann Craig Bellamy spili í sama landsliðinu. Stefnt er að því að Bretland sendi samiginlegt landslið í knattspyrnukeppni Olympíuleikanna. Þá verða England, Skotland, Norður Írland og Wales eitt ef svo má að orði komast.
Liverpol v Swansea City
Liverpool er á góðu skriði. Liðið skapar sér mikið af færum og það endar með því að þeir taka einhverja í gegn og vinna stórsigur. Því miður fyrir Swansea þá er það alveg möguleiki að liðið verði á röngum stað á röngum tíma. Velska liðið náði í sitt fyrsta stig á útivelli þegar það gerði jafntefli við Wolves fyrir nokkrum vikum og þau hefðu átt að vera þrjú.
Mitt álit er að það sé ekkert vandamál að liðið treysti á góðan árangur á heimavelli. Það skiptir engu hvar stigin nást svo framarlega að nógu mörg fáist til að halda sæti í deildinni. Ég hef hitt Huw Jenkins stjórnarformann Swansea og hann veit alveg hvar félagið stendur. Allir spáðu því að liðið myndi eiga í vandræðum en heima við hafa menn trú, án þess að vera með neinar yfirlýsingar, á að allt geti farið vel og ég held að svo verði.
Spá: 3:0.
Til minnis!
- Liverpool mætir Swansea City í deildarleik í fyrsta sinn frá því á leiktíðinni 1982/83. Þeir Ian Rush, Sammy Lee og David Fairclough skoruðu mörkin.
- Lið frá Wales hefur ekki spilað í efstu deild síðan þá.
- Einn Veilsverji er hjá Liverpool. Það er Craig Bellamy og hann er frá Cardiff sem er ekki vinabær Swansea þegar knattspyrna er annars vegar.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum.
- Swanirnir hafa aðeins náð einu stigi á útivelli það sem af er sparktíðar.
- Kenny Dalglish mætir breskum framkvæmdastjóra sjöunda leikinn í röð.
- Tíu sinnum hafa leikmenn Liverpool skotið í tréverk andstæðinga sinna á sparktíðinni. Þetta er met í deildinni.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool manna eða sjö.
- Þeir Jose Reina og Luis Suarez eru einu leikmenn Liverpool sem hafa spilað alla leiki.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Síðast!
Liðin mættust síðasta í deildarleik á leiktíðinni 1982/83. Swansea náði þá að spila tvær leiktíðir í röð í efstu deild. Liverpool vann leik liðanna á Andfield 3:0. Liðin léku síðast saman í F.A. bikarnum 1990 og vann Liverpool þá 8:0 á Anfield!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!