| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Grátlegt tap á Craven Cottage
Liverpool tapaði 1-0 fyrir Fulham á Craven Cottage í London í kvöld. Vendipunkturinn í leiknum var þegar Jay Spearing fékk óverðskuldað rautt spjald.
Kenny Dalglish stillti Andy Carroll upp í framlínuna í dag og markamaskínan Maxi Rodriguez varð enn eina ferðina að gera sér að góðu að verma bekkinn. Jay Spearing fékk það hlutverk að fylla skarð Lucas Leiva sem er eins og menn vita illa meiddur. Jamie Carragher sat á bekknum eins og í undanförnum leikjum og því kom það í hlut Pepe Reina að bera fyrirliðabandið í fjarveru Steven Gerrard.
Leikurinn byrjaði með nokkrum látum og strax í upphafi leiks komst Dembéle einn gegn Pepe Reina, en Spánverjinn var eins og svo oft áður vandanum vaxinn í makinu og okkar menn sluppu með skrekkinn. Tveimur mínútum síðar átti Andy Carroll skot að marki, eftir góðan undirbúning Adam og Suarez, en skotið fór beint á Mark Schwarzer í marki Fulham.
Liverpool var heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að skapa stórkostleg færi. Bestu marktilraun okkar manna í hálfleiknum átti Jordan Henderson, en laglegt hlaup hans inn í teiginn á 28. mínútu endaði með lúmsku og skemmtilegu skoti sem hafnaði í innanverðri stönginni. 1-2 sentimetrar til hægri og boltinn hefði verið inni. Glæsileg tilþrif hjá Henderson.
Fulham átti einnig nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik. Flest þeirra komu eftir að miðjumenn Liverpool höfðu tapað boltanum klaufalega á sínum vallarhelmingi. Pepe Reina bjargaði nokkrum sinnum vel eftir slíkan vandræðagang.
Liðin héldu til búningsherbergja eftir 46 mínútur, eftir nokkuð jafnan leik þar sem okkar menn voru meira með boltann og ívið hættulegri.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og pressaði heimamenn stíft. Eftir tæplega 10 mínútna leik hafði liðið krækt í þrjár hornspyrnur og var miklu meira með boltann. Á 59. mínútu voru okkar menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu þegar Senderos felldi Charlie Adam á vítateigslínunni. Aukaspyrna Bellamy hafnaði í varnarmanni Fulham og Liverpool fékk enn eitt hornið, en hornspyrnur Liverpool voru nálægt því að vera óteljandi á tímabili í seinni hálfleik! Slík var pressan.
Á 66. mínútu skoraði Luis Suarez síðan frábært mark eftir skemmtilegan undirbúning Enrique. Markið var hinsvegar dæmt af vegna rangstöðu, en ekki var annað að sjá í endursýningu en það væri ansi tæpt. Líklega rangur dómur.
Og talandi um ranga dóma! Á 72. mínútu vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar arfaslakur dómari leiksins, Kevin Friend, reif rauða spjaldið upp úr vasanum og vísaði Jay Spearing í bað fyrir brot á Dembéle!. Spearing var einfaldlega á undan Dembéle í boltann og hreinsaði frá. Í atganginum rákust þeir saman og var ekki hægt að sjá í endursýningu að Spearing gæti nokkuð að því gert. Sannarlega harður dómur sem átti eftir að breyta gangi leiksins svo um munaði, enda hafði Spearing staðið sig afar vel fram að þessu í leiknum.
Á 77. mínútu gerði Dalglish tvær breytingar á liðinu, þegar Dirk Kuyt kom inn á fyrir Andy Carroll og Stewart Downing leysti Craig Bellamy af hólmi. Skömmu síðar var Downing næstum því búinn að koma Liverpool yfir með glæsilegu skoti, en Schwarzer varði skot hans meistaralega í stöng.
Það sem eftir lifði leiks höfðu heimamenn í Fulham undirtökin og pressan á okkar menn var á köflum ansi mikil. Á 85. mínútu varð eitthvað undan að láta, en þá nýtti Clint Dempsey sér sjaldséð mistök Pepe Reina, þegar honum mistókst að halda boltanum eftir skot frá Danny Murphy.
Staðan 1-0 í Lundúnum og skammt eftir af leiknum. Þrátt fyrir að rúmum fimm mínútum hefði verið bætt við leiktímann dugði það okkar mönnum ekki til þess að jafna leikinn. Niðurstaðan á Craven Cottage því 1-0 tap í leik sem var svo sannarlega stöngin út fyrir okkar menn. Liðið spilaði ágætlega í kvöld og skapaði sér nokkur fín færi. Dómgæslan var eins og stundum áður ekki til þess að hjálpa okkur. Suarez fékk svo sannarlega ekki að njóta vafans þegar hann skoraði markið, ekki Charlie Adam heldur þegar hann var felldur á vítateigslínunni. Að ekki sé minnst á hinn furðulega brottrekstur Jay Spearing.
Fulham: Schwarzer, Kelly, Hangeland, Senderos, Riise, Murphy (Gecow 90. mín.), Ruiz, Etuhu, Dempsey, Dembéle, Zamora (Johnson 71. mín.) Ónotaðir varamenn: Hughes, Etheridge, Briggs, Kasami, Frei.
Gul spjöld: Senderos, Dempsey, Dembéle.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Spearing, Adam, Henderson, Bellamy (Downing 77. mín.), Suarez, Carroll (Kuyt 77. mín.) Ónotaðir varamenn: Doni, Kelly, Carragher, Rodriguez og Coates.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (58. mín.) og Martin Kelly (63. mín.).
Gult spjald: Bellamy á 48. mínútu fyrir afar litlar sakir.
Rautt spjald: Spearing á 72. mínútu fyrir litlu meiri sakir!
Áhorfendur á Craven Cottage: 25,688
Maður leiksins: Jose Enrique fær þessa nafnbót að þessu sinni. Spánverjinn var mjög öflugur bæði í vörn og sókn í kvöld.
Kenny Dalglish: Við spiluðum ekki eins vel og í undanförnum leikjum, en ég held að við hefðum fengið eitthvað út úr leiknum ef við hefðum fengið að klára hann með fullskipað lið. Jay var óheppinn. Hann hitti boltann, en maðurinn fylgdi með og áreksturinn var harkalegur. Það hefðu ekki allir dómarar veifað rauðu spjaldi á þetta. Ég verð samt að taka ofan fyrir mínum mönnum. Þeir héldu áfram að berjast þótt þeir væru einum færri og þegar upp er staðið megum við kallast óheppnir að fara tómhentir heim.
-Tapið í kvöld var níunda tap Liverpool gegn Fulham á útivelli.
-Lengi vel leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli. Það hefði skilað leiknum í sögubækurnar því liðin tvö hafa aldrei skilið jöfn á Craven Cottage eftir að Úrvalsdeildin kom til sögunnar.
-Þetta var í fyrsta skipti sem lið undir stjórn Martin Jol hefur betur gegn Liverpool. Jol hafði fyrir leikinn í kvöld stjórnað Tottenham í sjö leikjum gegn okkar mönnum. Fjórir þeirra enduðu með sigri Liverpool, en þrír með jafntefli.
-Með sigri í kvöld hefði liðið jafnað félagsmet í útisigrum, en það hefur tvisvar áður gerst að liðið hafi unnið sjö útileiki í röð. Fyrra skiptið var frá desember 1981 til febrúar 1982 og í seinna skiptið frá janúar til mars árið 1989.
Kenny Dalglish stillti Andy Carroll upp í framlínuna í dag og markamaskínan Maxi Rodriguez varð enn eina ferðina að gera sér að góðu að verma bekkinn. Jay Spearing fékk það hlutverk að fylla skarð Lucas Leiva sem er eins og menn vita illa meiddur. Jamie Carragher sat á bekknum eins og í undanförnum leikjum og því kom það í hlut Pepe Reina að bera fyrirliðabandið í fjarveru Steven Gerrard.
Leikurinn byrjaði með nokkrum látum og strax í upphafi leiks komst Dembéle einn gegn Pepe Reina, en Spánverjinn var eins og svo oft áður vandanum vaxinn í makinu og okkar menn sluppu með skrekkinn. Tveimur mínútum síðar átti Andy Carroll skot að marki, eftir góðan undirbúning Adam og Suarez, en skotið fór beint á Mark Schwarzer í marki Fulham.
Liverpool var heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að skapa stórkostleg færi. Bestu marktilraun okkar manna í hálfleiknum átti Jordan Henderson, en laglegt hlaup hans inn í teiginn á 28. mínútu endaði með lúmsku og skemmtilegu skoti sem hafnaði í innanverðri stönginni. 1-2 sentimetrar til hægri og boltinn hefði verið inni. Glæsileg tilþrif hjá Henderson.
Fulham átti einnig nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik. Flest þeirra komu eftir að miðjumenn Liverpool höfðu tapað boltanum klaufalega á sínum vallarhelmingi. Pepe Reina bjargaði nokkrum sinnum vel eftir slíkan vandræðagang.
Liðin héldu til búningsherbergja eftir 46 mínútur, eftir nokkuð jafnan leik þar sem okkar menn voru meira með boltann og ívið hættulegri.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og pressaði heimamenn stíft. Eftir tæplega 10 mínútna leik hafði liðið krækt í þrjár hornspyrnur og var miklu meira með boltann. Á 59. mínútu voru okkar menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu þegar Senderos felldi Charlie Adam á vítateigslínunni. Aukaspyrna Bellamy hafnaði í varnarmanni Fulham og Liverpool fékk enn eitt hornið, en hornspyrnur Liverpool voru nálægt því að vera óteljandi á tímabili í seinni hálfleik! Slík var pressan.
Á 66. mínútu skoraði Luis Suarez síðan frábært mark eftir skemmtilegan undirbúning Enrique. Markið var hinsvegar dæmt af vegna rangstöðu, en ekki var annað að sjá í endursýningu en það væri ansi tæpt. Líklega rangur dómur.
Og talandi um ranga dóma! Á 72. mínútu vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar arfaslakur dómari leiksins, Kevin Friend, reif rauða spjaldið upp úr vasanum og vísaði Jay Spearing í bað fyrir brot á Dembéle!. Spearing var einfaldlega á undan Dembéle í boltann og hreinsaði frá. Í atganginum rákust þeir saman og var ekki hægt að sjá í endursýningu að Spearing gæti nokkuð að því gert. Sannarlega harður dómur sem átti eftir að breyta gangi leiksins svo um munaði, enda hafði Spearing staðið sig afar vel fram að þessu í leiknum.
Á 77. mínútu gerði Dalglish tvær breytingar á liðinu, þegar Dirk Kuyt kom inn á fyrir Andy Carroll og Stewart Downing leysti Craig Bellamy af hólmi. Skömmu síðar var Downing næstum því búinn að koma Liverpool yfir með glæsilegu skoti, en Schwarzer varði skot hans meistaralega í stöng.
Það sem eftir lifði leiks höfðu heimamenn í Fulham undirtökin og pressan á okkar menn var á köflum ansi mikil. Á 85. mínútu varð eitthvað undan að láta, en þá nýtti Clint Dempsey sér sjaldséð mistök Pepe Reina, þegar honum mistókst að halda boltanum eftir skot frá Danny Murphy.
Staðan 1-0 í Lundúnum og skammt eftir af leiknum. Þrátt fyrir að rúmum fimm mínútum hefði verið bætt við leiktímann dugði það okkar mönnum ekki til þess að jafna leikinn. Niðurstaðan á Craven Cottage því 1-0 tap í leik sem var svo sannarlega stöngin út fyrir okkar menn. Liðið spilaði ágætlega í kvöld og skapaði sér nokkur fín færi. Dómgæslan var eins og stundum áður ekki til þess að hjálpa okkur. Suarez fékk svo sannarlega ekki að njóta vafans þegar hann skoraði markið, ekki Charlie Adam heldur þegar hann var felldur á vítateigslínunni. Að ekki sé minnst á hinn furðulega brottrekstur Jay Spearing.
Fulham: Schwarzer, Kelly, Hangeland, Senderos, Riise, Murphy (Gecow 90. mín.), Ruiz, Etuhu, Dempsey, Dembéle, Zamora (Johnson 71. mín.) Ónotaðir varamenn: Hughes, Etheridge, Briggs, Kasami, Frei.
Gul spjöld: Senderos, Dempsey, Dembéle.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Spearing, Adam, Henderson, Bellamy (Downing 77. mín.), Suarez, Carroll (Kuyt 77. mín.) Ónotaðir varamenn: Doni, Kelly, Carragher, Rodriguez og Coates.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (58. mín.) og Martin Kelly (63. mín.).
Gult spjald: Bellamy á 48. mínútu fyrir afar litlar sakir.
Rautt spjald: Spearing á 72. mínútu fyrir litlu meiri sakir!
Áhorfendur á Craven Cottage: 25,688
Maður leiksins: Jose Enrique fær þessa nafnbót að þessu sinni. Spánverjinn var mjög öflugur bæði í vörn og sókn í kvöld.
Kenny Dalglish: Við spiluðum ekki eins vel og í undanförnum leikjum, en ég held að við hefðum fengið eitthvað út úr leiknum ef við hefðum fengið að klára hann með fullskipað lið. Jay var óheppinn. Hann hitti boltann, en maðurinn fylgdi með og áreksturinn var harkalegur. Það hefðu ekki allir dómarar veifað rauðu spjaldi á þetta. Ég verð samt að taka ofan fyrir mínum mönnum. Þeir héldu áfram að berjast þótt þeir væru einum færri og þegar upp er staðið megum við kallast óheppnir að fara tómhentir heim.
Fróðleikur:
-Tapið í kvöld var níunda tap Liverpool gegn Fulham á útivelli.
-Lengi vel leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli. Það hefði skilað leiknum í sögubækurnar því liðin tvö hafa aldrei skilið jöfn á Craven Cottage eftir að Úrvalsdeildin kom til sögunnar.
-Þetta var í fyrsta skipti sem lið undir stjórn Martin Jol hefur betur gegn Liverpool. Jol hafði fyrir leikinn í kvöld stjórnað Tottenham í sjö leikjum gegn okkar mönnum. Fjórir þeirra enduðu með sigri Liverpool, en þrír með jafntefli.
-Með sigri í kvöld hefði liðið jafnað félagsmet í útisigrum, en það hefur tvisvar áður gerst að liðið hafi unnið sjö útileiki í röð. Fyrra skiptið var frá desember 1981 til febrúar 1982 og í seinna skiptið frá janúar til mars árið 1989.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan