| Sf. Gutt
Liverpool fór illa út úr fyrsta hluta þríleiksins við Manchester City og tapaði 3:0. Kenny Dalglish segir að menn sínir verði að læra af þeim mistökum sem gerð voru. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í Manchester.
,,Ég er nú ekki viss um að lokastaðan gefi rétta mynd af gangi leiksins. Ég ætla ekki að halda því fram að við höfum átt skilið að vinna en lærdómurinn í kvöld er sá að við förum illa út úr því ef við klárum ekki okkar færi."
,,Við getum sjálfir lagað margt sem fór úrskeiðis í kvöld og við þurfum að gera það. Þetta var hart en það verður enn harkalegra ef við drögum ekki lærdóm af."
Seinni hluti þríleiksins við Manchester City er auðvitað undanúrslitarimman í Deildarbikarnum. Liðin mætast fyrst miðvikudagskvöldið 11. janúar í Manchester og seinni leikurinn verður á Anfield Road 25. janúar. Í þessum leikjum ræðst hvort liðið fer á Wembley.
Liverpool og Manchester City skildu jöfn 1:1 á Anfield í fyrri deildarleiknum í leik sem Liverpool hefði átt að vinna en City hafði betur 3:0 á heimavelli sínum. Ljóst er að svipuð niðurstaða kemur Liverpool ekki á Wembley og því verða leikmenn að draga lærdóm af tapinu í Manchester eins og Kenny Dalglish bendir á.
TIL BAKA
Þríleikurinn byrjaði illa

,,Ég er nú ekki viss um að lokastaðan gefi rétta mynd af gangi leiksins. Ég ætla ekki að halda því fram að við höfum átt skilið að vinna en lærdómurinn í kvöld er sá að við förum illa út úr því ef við klárum ekki okkar færi."
,,Við getum sjálfir lagað margt sem fór úrskeiðis í kvöld og við þurfum að gera það. Þetta var hart en það verður enn harkalegra ef við drögum ekki lærdóm af."
Seinni hluti þríleiksins við Manchester City er auðvitað undanúrslitarimman í Deildarbikarnum. Liðin mætast fyrst miðvikudagskvöldið 11. janúar í Manchester og seinni leikurinn verður á Anfield Road 25. janúar. Í þessum leikjum ræðst hvort liðið fer á Wembley.
Liverpool og Manchester City skildu jöfn 1:1 á Anfield í fyrri deildarleiknum í leik sem Liverpool hefði átt að vinna en City hafði betur 3:0 á heimavelli sínum. Ljóst er að svipuð niðurstaða kemur Liverpool ekki á Wembley og því verða leikmenn að draga lærdóm af tapinu í Manchester eins og Kenny Dalglish bendir á.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan