| Sf. Gutt
Lið Liverpool er tilbúið til leiks í fyrri undanúraslitaleiknum við Manchester City. Kenny Dalglish valdi þessa menn til að hefja leikinn.
Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Martin Kelly, Stewart Downing, Jordan Henderson, Steven Gerrard, Jay Spearing, Craig Bellamy og Andy Carroll. Varamenn eru Alexander Doni, Jose Enrique, Sebastian Coates, Dirk Kuyt, Jamie Carragher, Charlie Adam og Jonjo Shelvey.
Eitt kemur töluvert á óvart í vali Kenny. Martin Kelly kemur inn í vörnina í stað Jose Enrique sem verður á varamannabekknum. Líklegt er að Glen Johnson verði vinstri bakvörður en Martin hefur svo sem leikið vinstra megin í vörninni. Ekki er nein ástæða til að vantreysta Martin en hann hefur ætíð staðið fyrir sínu í aðalliði Liverpool. Stewart Downing er í byrjunarliðinu en hann lenti í fréttum um helgina af óheppilegum ástæðum. Steven Gerrard leiðir liðið líkt og gegn Oldham en hann er greinilega talinn vera orðinn nógu góður af ökklasýkingunni til að spila heila leiki.
Nú er að vona að þessir menn standi sig vel og komi með hagstæð úrslit í nesti frá Manchester fyrir seinni leikinn sem fer fram á Anfield Road 25. janúar.
TIL BAKA
Liverpool liðið tilbúið til leiks!

Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Martin Kelly, Stewart Downing, Jordan Henderson, Steven Gerrard, Jay Spearing, Craig Bellamy og Andy Carroll. Varamenn eru Alexander Doni, Jose Enrique, Sebastian Coates, Dirk Kuyt, Jamie Carragher, Charlie Adam og Jonjo Shelvey.
Eitt kemur töluvert á óvart í vali Kenny. Martin Kelly kemur inn í vörnina í stað Jose Enrique sem verður á varamannabekknum. Líklegt er að Glen Johnson verði vinstri bakvörður en Martin hefur svo sem leikið vinstra megin í vörninni. Ekki er nein ástæða til að vantreysta Martin en hann hefur ætíð staðið fyrir sínu í aðalliði Liverpool. Stewart Downing er í byrjunarliðinu en hann lenti í fréttum um helgina af óheppilegum ástæðum. Steven Gerrard leiðir liðið líkt og gegn Oldham en hann er greinilega talinn vera orðinn nógu góður af ökklasýkingunni til að spila heila leiki.
Nú er að vona að þessir menn standi sig vel og komi með hagstæð úrslit í nesti frá Manchester fyrir seinni leikinn sem fer fram á Anfield Road 25. janúar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan