| Sf. Gutt

Vissi ekki betur!

Kenny Dalglish segir það hafa komið sér í opna skjöldu að Luis Suarez skyldi ekki hafa tekið í hönd Patrice Evra í gær. Hann segir rétt að Luis biðjist afsökunar á því.
 
,,Ian Ayre er búinn að skýra afstöðu félagisns fullkomlega og það er rétt að Luis Suarez sé búinn að biðjast afsökunar á því sem gerðist á Old Trafford. Ef satt skal segja þá kom það mér algjörlega í opna skjöldu að leikmaðurinn skyldi ekki framkvæma handabandið því fyrr i vikunni sagði hann okkur að hann myndi gera það."
 
,,En eins og Ian kom fyrr inn á þá bera allir ábyrgð á því að koma fram af háttvísi fyrir hönd félagsins og það gildir líka um mig sem framkvæmdastjóra Liverpool. Þegar ég fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn í gær hafði ég ekki séð hvað átti sér stað en ég kom ekki fram í viðtalinu á þann hátt sem hæfir framkvæmdastjóra Liverpool og mig langar að biðjast afsökunar á því."

Kenny er maður að meiri að hafa komið fram á þennan hátt sem hér greinir að ofan. Aftur kemur það greinilega í ljós að Luis hefur augljóslega sagt Kenny Dalglish að hann ætlaði sér sér að taka í hönd Patrice Evra. Svo skipti hann um skoðun og það er alvarlegt. Hafi Luis ekki viljað taka í hönd Patrice hefði hann átt að greina frá því fyrirfram. En það er á hinn bóginn ekkert skrýtið að Kenny hafi ekki verið í fullkomnu jafnvægi í viðtalinu hafi hann þá fyrst frétt að Luis hafi gengið á bak orða sinna og skipt um skoðun. En Kenny kemur hér heiðarlega fram og það er annað en hægt er að segja um ýmsa aðra í þessu máli!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan