| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekkert væl og höldum áfram!
Rétt tæpum hálfum mánuði eftir Deildarbikarsigurinn lék Liverpool einn slakasta leik sinn á leiktíðinni og tapaði illa í Sunderland. Kenny Dalglish sagði eftir leik að ekkert dugi annað en að halda áfram þrátt fyrir vonbrigði í síðustu deildarleikjum.
,,Við segjum það sama og við sögðum eftir fyrsta leikinn á keppnistímabilinu. Við klárum að spila leikina okkar, teljum svo stigin og sjáum hvar við endum þegar upp er staðið. Það væri vissulega frábært fyrir knattspyrnufélagið ef við gætum náð fjórða sætinu. En það var líka frábært að vinna Deildarbikarinn og við erum komnir í sjöttu umferð í F.A. bikarnum og það er lengra en liðið hefur komist í þeirri keppni um nokkurt skeið."
,,Mér finnst að spilamennska okkar, og þá sérstaklega á heimavelli, hafi ekki skilað eins mörgum stigum og hún hafi verðskuldað. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera vel, halda kjaftinum lokuðum, ekki vorkenna okkur og reyna að fá eins mörg stig og mögulegt er."
Margir af nýju leikmönnunum hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum. Kenny benti þó á að þeir ættu sinn þátt í fyrsta titli liðsins frá 2006.
,,Nýju strákarnir sjö eiga þó hrós skilið fyrir sinn þátt í því að ná titli í hús á sinni fyrstu leiktíð. Það er nú ekki víða sem tekst að ná titli strax eftir svona miklar breytingar."
Í dag er hálfur mánuður frá því leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu áttunda Deildarbikartitili Liverpool á Wembley. Rétt er líta til þess nú þegar sumir sjá ekkert nema svartnætti.
Staða Liverpool í deildinni er þó langt frá því nógu góð. Liðið hefur ekki unnið nema einn deildarleik á árinu og Meistaradeildarsætin hafa fjarlægst jafnt og þétt síðustu vikurnar. Það þýðir þó ekkert annað, eins og Kenny bendir á, að halda baráttunni áfram og næsta verkefni Liverpool er heimaleikur gegn Everton á þriðjudagskvöldið!
,,Við segjum það sama og við sögðum eftir fyrsta leikinn á keppnistímabilinu. Við klárum að spila leikina okkar, teljum svo stigin og sjáum hvar við endum þegar upp er staðið. Það væri vissulega frábært fyrir knattspyrnufélagið ef við gætum náð fjórða sætinu. En það var líka frábært að vinna Deildarbikarinn og við erum komnir í sjöttu umferð í F.A. bikarnum og það er lengra en liðið hefur komist í þeirri keppni um nokkurt skeið."
,,Mér finnst að spilamennska okkar, og þá sérstaklega á heimavelli, hafi ekki skilað eins mörgum stigum og hún hafi verðskuldað. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera vel, halda kjaftinum lokuðum, ekki vorkenna okkur og reyna að fá eins mörg stig og mögulegt er."
Margir af nýju leikmönnunum hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum. Kenny benti þó á að þeir ættu sinn þátt í fyrsta titli liðsins frá 2006.
,,Nýju strákarnir sjö eiga þó hrós skilið fyrir sinn þátt í því að ná titli í hús á sinni fyrstu leiktíð. Það er nú ekki víða sem tekst að ná titli strax eftir svona miklar breytingar."
Í dag er hálfur mánuður frá því leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu áttunda Deildarbikartitili Liverpool á Wembley. Rétt er líta til þess nú þegar sumir sjá ekkert nema svartnætti.
Staða Liverpool í deildinni er þó langt frá því nógu góð. Liðið hefur ekki unnið nema einn deildarleik á árinu og Meistaradeildarsætin hafa fjarlægst jafnt og þétt síðustu vikurnar. Það þýðir þó ekkert annað, eins og Kenny bendir á, að halda baráttunni áfram og næsta verkefni Liverpool er heimaleikur gegn Everton á þriðjudagskvöldið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan