| Sf. Gutt
TIL BAKA
Okkur langar aftur á Wembley!
Liverpool fór í fyrsta skipti á nýja Wembley í síðasta mánuði og vann Deildarbikarinn. Kenny Dalglish hefur fullan hug á því að koma liðinu sínu aftur þangað. Það tekst ef Liverpool leggur Stoke City að velli í átta liða úrslitum F.A. bikarsins á Anfield Road á morgun.
Stoke lék tvívegis á Wembley, í undan- og úrslitum F.A. bikarsins, á síðustu leiktíð. Liðið tapaði 1:0 fyrir Manchester City í úrslitaleiknum en þar á bæ hafa menn líka hug á að komast á þjóðarleikvanginn á nýjan leik.
,,Stoke hefur líka komið á Wembley áður. Þeir vita hvað er í boði og hvers er að njóta þar þó svo að þeir hafi tapað úrslitaleiknum. Við höfum líka komist á Wembley. Við nutum þess og okkur langar þangað aftur því við erum búnir að fá smjörþefinn af því að koma þangað."
Svo merkilega vill til að Liverpool og Stoke City mættust fyrr á leiktíðinni í Deildarbikarnum. Liverpool vann þá 1:2 í Stoke með tveimur mörkum Luis Suarez. Aðra umferðina í röð mætir Liverpool liði sem þeir öttu kappi við í Deildarbikarnum en liðið mætti Brighton bæði í Deildar- og F.A. bikarnum. Kannski liggur leið Liverpool aftur á Wembley í gegnum sömu lið og í Deildarbikarnum!!
Stoke lék tvívegis á Wembley, í undan- og úrslitum F.A. bikarsins, á síðustu leiktíð. Liðið tapaði 1:0 fyrir Manchester City í úrslitaleiknum en þar á bæ hafa menn líka hug á að komast á þjóðarleikvanginn á nýjan leik.
,,Stoke hefur líka komið á Wembley áður. Þeir vita hvað er í boði og hvers er að njóta þar þó svo að þeir hafi tapað úrslitaleiknum. Við höfum líka komist á Wembley. Við nutum þess og okkur langar þangað aftur því við erum búnir að fá smjörþefinn af því að koma þangað."
Svo merkilega vill til að Liverpool og Stoke City mættust fyrr á leiktíðinni í Deildarbikarnum. Liverpool vann þá 1:2 í Stoke með tveimur mörkum Luis Suarez. Aðra umferðina í röð mætir Liverpool liði sem þeir öttu kappi við í Deildarbikarnum en liðið mætti Brighton bæði í Deildar- og F.A. bikarnum. Kannski liggur leið Liverpool aftur á Wembley í gegnum sömu lið og í Deildarbikarnum!!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan